Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Svelta flóttafólk til hlýðni“

Al­bert Björn Lúð­vígs­son, lög­fræð­ing­ur í mál­efn­um flótta­manna, seg­ir stjórn­völd svelta flótta­fólk til hlýðni með því að þrengja að þeim þar til að þau sam­þykkja að yf­ir­gefa land­ið. Með nýju út­lend­inga­frum­varpi seg­ir hann að eigi að skrúfa fyr­ir „sein­ustu brauð­mol­ana“ fyr­ir þetta fólk. Ný skýrsla á veg­um Rauða Kross­ins sýn­ir fram á bága stöðu þeirra sem hafa feng­ið end­an­lega synj­un um al­þjóð­lega vernd en ílengj­ast hér á landi.

„Svelta flóttafólk til hlýðni“
Engin manneskja er ólögleg Dómsmálaráðuneytið segir þá einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi, fengið synjun en geta ekki af einhverjum ástæðum snúið aftur til heimalands síns vera í ólöglegri dvöl hér á landi og með því að gefa þeim réttindi væru forsendur fyrir tilvist verndarkerfisins brostnar. Mynd: Alma Mjöll

Einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi en geta ekki snúið til baka til heimalands síns, af ýmsum ástæðum, og ílengjast því hér á landi lýsa aðstæðum sínum hér þannig að þau hafi ekki færi á því að lifa „mannsæmandi lífi“. Þau lýsa því að þau hafi ekki almennilegan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun fyrir börnin sín, og eigi í gríðarlegum erfiðleikum með að fá atvinnuleyfi til að geta unnið fyrir sér. Þeim líði það illa að einhver þeirra hafa íhugað að enda líf sitt vegna aðstæðna en flest glími þau við þunglyndi, streitu, svefnleysi og mikla einangrun. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rauða Krossins um stöðu þessa hóps og aðstæður sem þau búa við. Í skýrslunni kemur fram að frá árinu 2017 séu 64 einstaklingar í þessari stöðu en Rauði krossinn tók viðtöl við fimmtán þeirra, allt einstaklinga frá Nígeríu og Írak sem hafa sum …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár