Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslenskir dómarar senda tíu sinnum fleiri í einangrun en danskir

Ár­ið 2021 voru meira en tí­falt fleiri gæslu­varð­halds­fang­ar í ein­angr­un á Ís­landi en í Dan­mörku. Formað­ur Af­stöðu seg­ir mörg dæmi um að ein­angr­un­ar­vist hafi stór­skemmt fólk. Sjálf­ur sat hann sex vik­ur í ein­angr­un.

Íslenskir dómarar senda tíu sinnum fleiri í einangrun en danskir
Formaður Afstöðu Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður félags fanga segir þá staðreynd að Ísland komi illa út í samanburði við Dani, ekki koma sér á óvart. Einangrunarvist sé regla fremur en undantekning hér á landi og stjórnvöld hafi skellt skollaeyrum við ábendingum um ofnotkun og mannréttindabrot sem af því leiða.

Mannréttindi og alþjóðalög eru þverbrotin af íslenskum stjórnvöldum sem ofnota einangrunarvist þegar grunaðir menn sitja í varðhaldi. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Amnesty International sem Heimildin fjallaði um í morgun. 

Þó rannsókn Amnesty sé sláandi er ekki nýtt að íslensk stjórnvöld sæti gagnrýni vegna þessa. Alþjóðastofnanir hafa marg ítrekað gert samskonar athugasemdir í úttektum sínum hér á landi og beint því til íslenskra stjórnvalda að minnka mjög eða hætta alveg að vista grunaða menn í einangrun.

Yfirvöldin illa dönsk?

Árið 2015 vakti athygli samanburðarrannsókn Elísabetar Ingólfsdóttur, meistaranema í lögfræði, þar sem hún bar saman stöðu mála hér og á Norðurlöndunum. Þar kom í ljós að á Íslandi var einangrun gæsluvarðhaldsfanga margfalt algengari en annars staðar. Hlutfall gæsluvarðhaldsfanga sem sættu einangrun var 76% hér á landi á árunum 2009-2014 samanborið við 1% í Danmörku og 13% í Noregi á sama tímabili.

Samanburðurinn við Svíþjóð var ekki fyllilega marktækur þar sem einungis lágu til grundvallar tölur yfir hlutfall þeirra sem sætt höfðu einhverju formi þvingunarúrræða samhliða gæsluvarðahaldi, til að mynda síma- eða heimsóknarbanni. Jafnvel þá kom Ísland verr út.

ÚtivistinEinangrunarvist felur í sér innilokun á klefa í 22 tíma á sólarhring, án möguleika á samband við umheiminn. Eina uppbrotið er útivist sem fer fram á svæði eins og þessu á Hólmsheiði.

Athygli vakti að þrátt fyrir augljósan mun á fólksfjölda sátu fleiri einstaklingar í einangrun á Íslandi en í Danmörku á árinu 2013. 55 í Danmörku en 83 hér á landi. Og á sama tíma og Danir hafa unnið í því að fækka enn frekar í hópi þeirra sem sæta einangrun undanfarin ár, hefur það sama ekki gerst á Íslandi. Það sést ef nýjustu fáanlegu tölur beggja landa eru bornar saman.

„Og það er mikilvægt að fólk muni það að þarna erum við að tala um saklausa menn“
Formaður Afstöðu

Ólíkt Íslendingum hafa Danir brugðist við ábendingum um óhóflega notkun einangrunarvistar á síðastliðnum áratug. Á milli áranna 2012 og 2022 fækkaði þeim sem sættu einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stóð úr 132 árið 2012 í 6 árið 2021. Það sama ár voru 70 einstaklingar vistaðir í einangrun hér á landi, eða rúmlega tífalt fleiri. Og þegar haft er í huga að íbúar Danmerkur eru vel á sjöttu milljón, samanborið við 370 þúsund íbúa Íslands, verður samanburðurinn margfalt óhagstæðari.

Sláandi samanburðurNorðurlandaþjóðirnar voru gagnrýnd af alþjóðastofnunum í byrjun þessarar aldar fyrir að beita einangrun óhóflega. Norðmenn og Svíar höfðu þá þegar dregið úr en Danir tóku ábendingunni og hafa síðan nær alveg hætt að einangra gæsluvarðhaldsfanga. Ólíkt Íslendingum. Súluritið að ofan sýnir fjölda einstaklinga sem dvelja í einangrun ár hvert. Ekki er tekið tillit til íbúafjölda, enda væri munurinn þá margfalt meiri, Íslandi í óhag.

Löngu vitað

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga hér á landi, segist í samtali við Heimildina fagna því að Amnesty láti málið til sín taka. Það sé löngu tímabært að aukinn þrýstingur sé settur á íslensk stjórnvöld til breytinga.

„Þetta er auðvitað löngu vitað og marg tuggið,“ segir Guðmundur Ingi. „Eins sorglegt og það er sýnir þetta best hversu lítill áhugi er á því að hafa hlutina í lagi hér, þegar kemur að þessum málefnum. Á meðan fær lögreglan algjörlega frítt spil til að gera það sem hún vill og dómstólar spila einfaldlega með,“ bætir hann við.

„Það er löngu tímabært að tekið verði á þessum fangelsismálum öllum og þau endurhugsuð frá grunni“
Formaður Afstöðu

Guðmundur Ingi hefur sjálfur reynslu af því að vera handtekinn grunaður um alvarleg lögbrot, bæði hér og í Danmörku. 

„Ég var handtekinn 28. desember 1999 hér á Íslandi og settur í gæsluvarðhald. Næstu sex vikurnar var ég í algjörri einangrun inni á klefa og án sambands við umheiminn,“ rifjar Guðmundur Ingi upp um aðdraganda þess að hann hlaut 7 ára fangelsisdóm hér á landi árið 2000.

„Þetta skemmir fólk. Ég hef margoft séð menn koma út úr svona langri einangrun mölbrotna; breytta menn fyrir lífstíð. Og það er mikilvægt að fólk muni það að þarna erum við að tala um saklausa menn, að lögum. Þeir sem lögregla og dómarar senda í einangrun vegna rannsóknarhagsmuna hafa ekki verið sakfelldir fyrir brot ennþá, þeir eru til rannsóknar,“ segir Guðmundur Ingi.

Fyrir um áratug var Guðmundur svo handtekinn í Danmörku, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl, sem danskir lögreglumenn og fjölmiðlar sögðu með unfangsmeiri málum þar í landi og Evrópu á þeim tíma. 

„Þrátt fyrir það þótti ekki ástæða til að láta mig vera í einangrun lengur en í tvo daga, þann tíma sem ég sat í gæsluvarðhaldi vegna þess máls,“ segir Guðmundur sem fékk á endanum 12 ára fangelsisdóm. Hann hefur síðan tekið út sinn dóm og snúið við blaðinu. Auk þess að sinna réttindamálum fanga hefur hann tekið þátt í stjórnmálastarfi, milli þess sem hann starfar í Gistiskýlinu í Reykjavík og leggur stund á háskólanám í félagsráðgjöf.

Tuttugu ár og lítið þokast

Hann segist vonast til þess að skýrsla Amnesty verði til þess að opna augu fólks fyrir því hvernig stjórnmálamenn hafa hunsað margítrekuð tilmæli um að láta af mannréttindabrotum í íslenskum fangelsum. Það þurfi augljóslega utanaðkomandi þrýsting til að málum sé komið í ásættanlegt horf.  

„Þetta er annars bara lýsandi fyrir áhuga- og sinnuleysi yfirvalda fyrir því að taka allt þetta kerfi til endurskoðunar. Það er löngu tímabært að tekið verði á þessum fangelsismálum öllum og þau endurhugsuð frá grunni. Árið 2003 skrifuðum við skýrslu um fangelsismál og það sem augljóslega mátti laga. Ég fletti henni svo um daginn og sá þá hún gæti farið óbreytt í birtingu í dag, tuttugu árum síðar,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Heimildina.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • sigursteinn Tómasson skrifaði
    Hvað landsmenn eru heppinn að hafa slíkan baráttu mann, fyrir réttlæti og mannúðar stefnu málum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
1
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
4
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
9
Fréttir

Fer í leyfi til þess að geta sinnt að­stoð­ar­mennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár