Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Útilokaður frá fótbolta í rúma níu mánuði vegna veðmála

Fyrr­ver­andi leik­mað­ur Aft­ur­eld­ing­ar fær ekki að spila fót­bolta á kom­andi keppn­is­tíma­bili, vegna veð­mála hans á fót­bolta á síð­asta sumri. Aga- og úr­skurð­ar­nefnd KSÍ seg­ir hann hafa brot­ið gegn grund­vall­ar­reglu með veð­mál­um á leiki sem hann sjálf­ur tók þátt í.

Útilokaður frá fótbolta í rúma níu mánuði vegna veðmála

Sigurður Gísli Bond Snorrason, knattspyrnumaður sem lék með Aftureldingu í næst efstu deild Íslandsmótsins í fyrra, hefur verið úrskurðaður níu og hálfs mánaðar langt bann frá allri þátttöku í knattspyrnu, eða frá 1. febrúar til 15. nóvember.

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ hefur verið birtur á vef sambandsins, en hann var kveðinn upp fyrr í dag.

Heimildin sagði frá því fyrir skemmstu að framkvæmdastjóri KSÍ hefði vísað máli Sigurðar Gísla til nefndarinnar, en um er að ræða fordæmalaust mál í íslenskum fótbolta og komst einungis upp af því að erlend veðmálavefsíða, Pinnacle, sendi KSÍ upplýsingar um að leikmaðurinn hefði veðjað á hundruð knattspyrnuleikja á Íslandi á um þriggja mánaða tímabili síðasta sumar.

Á meðal þeirra leikja sem Sigurður Gísli veðjaði á voru fimm leikir með hans eigin liði, þar af fjórir sem hann tók sjálfur þátt í. Tekið skal fram að leikmaðurinn veðjaði aldrei gegn sínu eigin liði og engin merki eru um að hann hafi reynt að hagræða úrslitum. Sjálfur tjáði hann sig um málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á dögunum og sagðist aldrei hafa stigið inn á knattspyrnuvöll með annað í huga en það að gera sitt besta fyrir sitt lið.

Brot á grundvallarreglu

Í úrskurðinum segir að við ákvörðun viðurlaga hafi verið horft til þess að Sigurður „hafi gerst brotlegur gagnvart ákvæði laga KSÍ sem er ætlað til að standa vörð um heilindi og háttvísi í knattspyrnuhreyfingunni“ og að þegar leikmaður gerist uppvís af þátttöku í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gangi það „gegn grundvallarreglu um heiðarlegan leik gagnvart öllum þátttakendum leiksins“. Aganefndin segir einnig að um sé að ræða „brot á grundvallarreglu“ sem sé „alvarlegs eðlis, sér í lagi með tilliti til þess að veðmálin lutu að leikjum sem varnaraðili tók sjálfur þátt í.“

Sigurður Gísli fór fram á að málinu yrði vísað frá og vísaði í þeim efnum meðal annars til vanreifunar þess í greinargerð KSÍ og formgalla á framsetningu málsins til aganefndar. Aganefndin féllst ekki á þær kröfur, en tók þó undir sjónarmið sem Sigurður Gísli setti fram um að einungis bæri að gera honum refsingu fyrir að hafa veðjað á leiki eigin liðs og í eigin móti.

Í greinargerð Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ til aga- og úrskurðarnefndar var vísað til þess að samkvæmt staðalsamningi KSÍ, stöðluðum leikmannasamningi á milli leikmanns og félags, en samning af því tagi hafði Sigurður ritað undir við Aftureldingu, væri óheimilt að veðja á leiki í íslenskum fótbolta yfir höfuð.

Aga- og úrskurðarnefnd taldi hins vegar rétt að fallast á það með Sigurði Gísla að byggja ekki á því ákvæði staðalsamningsins, enda væri „KSÍ ekki aðili að staðalsamningi sem gerður hafi verið á milli varnaraðila og knattspyrnudeildar Aftureldingar“.

Samkvæmt úrskurðinum hefur leikmaðurinn, sem er um þessar mundir skráður í knattspyrnuliðið KFK, þrjá daga til að áfrýja niðurstöðu aganefndarinnar. Á vef Fótbolta.net kemur fram að það hyggist hann gera.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár