Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Efling mun ekki afhenda félagatal sitt

Efl­ing stétt­ar­fé­lag neit­ar að af­henda rík­is­sátta­semj­ara fé­laga­tal sitt og tel­ur að hann hafi eng­ar heim­ild­ir til að fá það af­hent. Með­an svo er er ekki hægt að greiða at­kvæði um miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í kjara­deilu Efl­ing­ar og SA. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur Efl­ing­ar gagn­rýn­ir Að­al­stein Leifs­son rík­is­sátta­semj­ara harð­lega og seg­ir hann hafa kynnt full­trú­um annarra stétt­ar­fé­laga að hann hyggð­ist leggja fram miðl­un­ar­til­lögu en aldrei hafa haft sam­ráð við Efl­ingu.

Efling mun ekki afhenda félagatal sitt
Telur ríkissáttasemjar ekki hafa kynnt sér málin Sólveig Anna er ómyrk í máli um framgöngu Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efling hyggst ekki afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Með því er ríkissáttasemjara ókleift að láta kjósa um miðlunartillögu þá sem hann setti fram í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins (SA) í gær, tillögu sem gengur út á að Eflingarfólk greiði atkvæði um það tilboð sem SA hefur lagt fram. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og formaður samninganefndar stéttarfélagsins, segir að ríkissáttasemjari hafi ekkert samráð haft við Eflingu um þá tillögu og að sjónarmiða Eflingar gæti hvergi þar. Aftur á móti viti hún til þess að ríkissáttasemjari hafi rætt áform sín við fulltrúa annarra verkalýðsfélaga, áður en hann kynnti Sólveigu Önnu þau.

„Miðlunartillaga getur ekki verið einhliða þvingunarúrræði, eins og þessi tillaga er. Það var ekki neitt samráð haft við Eflingu, ekki neitt. Ég hef tölvupóstsamskipti sem sýna með skýrum hætti og staðfesta að ekkert samráð var haft við Eflingu,“ segir Sólveig Anna í samtali við Heimildina.

Segir ríkissáttasemjara reyna að hrifsa til sín kosninguna

Sólveig Anna segir enn fremur að öll málsmeðferð sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hafi viðhaft sé í andstöðu við ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur, og að málsmeðferðin gangi gegn anda stjórnsýslulaga. „Það er engin heimild sem ríkissáttasemjari hefur til að hrifsa til sín kosninguna og afhenda hana til Advania. Þegar að miðlunartillögur hafa farið í kosningu þá hefur það verið framkvæmt af stéttarfélögunum, ríkissáttasemjari hefur ekki heimild til að taka þær kosningar til sín og vísar enda ekki í neinar slíkar heimildir. Þarna er um viðkvæmar persónuupplýsingar að ræða sem fráleitt er að við afhendum með aðeins þetta í höndunum frá ríkissáttasemjara. Að svo komnu máli hyggjumst við ekki afhenda ríkissáttasemjara félagatal Eflingar, það er einfaldlega of mörgum spurningum ósvarað af hálfu ríkissáttasemjara. Í þeim ákvæðum sem hann vitnar til í sínu erindi er ekkert sem segir að stéttarfélög séu skyldug til að afhenda embættinu félagatal sitt.“

Spurð hvort að með þessari afstöðu sinni sé Efling ekki bara að tefja hið óhjákvæmilega, að greidd verði atkvæði um miðlunartillöguna, svarar Sólveig því að það sé ekki tilfellið. Það sé einfaldlega of mörgum spurningum ósvarað um málsmeðferðina. Hún gagnrýnir Aðalstein harðlega fyrir hans framgöngu. „Efling hefur farið eftir öllum lögum og reglum sem um félagið gilda, í kjarasamningsviðræðum, í verkfallsboðun og svo verkfallskosningu. Svo gerist þessi ótrúlegi atburður. Ríkissáttasemjari ætlar sér að þvinga upp á okkur kosningu um kjarasamning sem við getum ekki tekið við. Við höfum ítrekað reynt að koma á framfæri, með málefnalegum og skýrum hætti, að ef við sættum okkur við kjarasamning SGS værum við ekki bara að fá mun lakari kjarasamning en þann sem Efling hefur barist fyrir heldur jafnframt væru hækkanirnar sem koma til Eflingarfólks allt að 20 þúsund krónum lægri en til annarra launþega, og stundum enn lægri.“

„Mín afstaða er sú að ríkissáttasemjari hafi aldrei sett sig inn í málin“
Sólveig Anna Jónsdóttir
formaður Eflingar

Sólveig Anna lýsir einnig þeirri upplifun sinni að ríkissáttasemjari hafi verið algjörlega áhugalaus um að hlusta á það sem samninganefnd Eflingar hefði að segja, bæði á fundinum í gær þegar hann tilkynnti um framlagningu miðlunartillögunnar, en eins fyrr í ferlinu. „Í þessum svokölluðu viðræðum, og þegar deilan harðnaði, gerði ríkissáttasemjari ekki neitt til að ýta á viðsemjendur okkar um að koma með neitt að borðinu. Hann hefur ekki gert neitt til að opna viðræðurnar. Hann hefur verið algjörlega passívur í okkar garð.

Mín afstaða er sú að ríkissáttasemjari hafi aldrei sett sig inn í málin. Hann raunverulega skilji ekki málflutning Eflingar því hann hafi aldrei kynnt sér þau gögn sem við höfum verið að vinna með. Hann hefur aldrei sýnt því neinn áhuga, hann hefur aldrei óskað eftir því að við færum yfir þetta með honum á dýptina, það hefur aldrei gerst.“

Ræddi miðlunartillöguna við fulltrúa annarra verkalýðsfélaga

Sólveig Anna greinir þá einnig frá því að hún hafi fengið upplýsingar um að ríkissáttasemjari hafi, án þess að hafa rætt við Eflingu, talað um það við annað fólk og Eflingu ótengt að hann hyggðist leggja fram miðlunartillöguna. „Atburðarrásin er sú að klukkan þrjú í fyrradag barst mér sú vitneskja frá þriðja aðila að ríkissáttasemjari væri í húsakynnum embættisins að tala við aðila ótengda Eflingu, sem þar væru staddir við vinnu annarra kjarasamnninga, að hann væri að vinna að miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og SA. Þá sendi ég honum póst og spurði hvort þetta væri virkilega rétt. Eftir um tvö klukkutíma svarar hann mér, fyrst með útúrsnúningum um að það sé af og frá að ríkissáttasemjari sitji á fundum með öðrum og ræði kjaradeilu Eflingar og SA. Svo segir hann: „Ég hef hins vegar ítrekað verið spurður að því, meðal annars af fólki í öðrum stéttarfélögum sem eru hér á fundum í ýmsum öðrum málum, hvort miðlunartillaga kynni að vera til lausnar deilunnar. Það hlýtur að vera áleitin spurning.“

Á þeim tímapunkti sem hann hefur ekki átt eitt einasta samtal við mig, formann Eflingar og formann samninganefndar, um að hann hyggist leggja fram miðlunartillögu, þá er hann að ræða það fulltrúa annarra stéttarfélaga, og lætur það hljóma sem svo að þeir séu að ýta á hann að gera það.“

Heimildin hefur óskað eftir því við Eflingu að fá öll samskipti stéttarfélagsins við ríkissáttasemjara afhent. Enn hefur ekki verið tekin afstaða til þeirrar beiðni.

„Mér var hótað að gripið yrði til einhverra ótilgreindra aðgerða ef ég mætti ekki“
Sólveig Anna Jónsdóttir
formaður Eflingar

Sólveig Anna lýsir þá furðu sinni á framgöngu ríkissáttasemjara varðandi kynningu á framlagningu miðlunartillögunnar. Hún hafi í eftirmiðdaginn 25. janúar verið boðuð á fund klukkan 9:30 að morgni 26. janúar hjá ríkissáttasemjara. Þangað hafi hún og samninganefnd Eflingar mætt enda hafi henni hún sætt hótunum um hvað gerast myndi ef þau mættu ekki á þann fund. „Mér var hótað að gripið yrði til einhverra ótilgreindra aðgerða ef ég mætti ekki. Ég hef sent ríkissáttasemjara tölvupóst þar sem ég óska eftir því að hann skýri hvaða aðgerðir það hefðu átt að vera. Þeim tölvupósti hefur ekki verið svarað. Klukkan 10:38, þegar fundi er að ljúka og við erum að ganga út þá spyr ég ríkissáttasemjara hvenær hann hyggist gera þessa miðlunartillögu opinbera. Hann svarar: Seinna í dag. Þegar við löbbum svo út þá áttum við okkur á því að ríkissáttasemjari ætlar að halda blaðamannafud klukkan 11:00. Það eru tuttugu mínútur á milli og hann á þá eftir að tala við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins. Þetta er alveg ótrúlegt og ef fólk skilur ekki hversu sjúkt ástand þetta er og hversu gersamlega óásættanlegt þetta er að öllu leyti, þá bara veit ég ekki hvað ég á að segja.“

Í tölvupósti sem Sólveig Anna sendi í gær fyrir hönd Eflingar í gær til ríkissáttasemjara sagði að Efling teldi nauðsynlegt að dómstólar skæru úr um lögmæti aðgerða ríkissáttasemjara. Spurð hvar slíkt sé á vegi statt og hvert yrði leitað í þeim efnum svaraði Sólveig Anna einungis: „Við erum að vinna í því í dag.

Heimildin reyndi að ná sambandi við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara við vinnslu fréttarinnar, en án árangurs. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er sannarlega helsjúkt ástand í þessu þjóðfélagi. Áfram Sólveig Anna!
    0
  • JT
    Jón Torfason skrifaði
    Er það rétt að ríkissáttasemjari sé eða hafi verið kennari við Háskólann í Reykjavík? Er það rétt að Halldór Þorbergsson sitji í skólanefnd þess skóla?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár