Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óttast að ríkissáttasemjari hafi ekki hugsað þetta til enda

Drífa Snæ­dal seg­ir að í kjöl­far ákvörð­un­ar Að­al­steins Leifs­son­ar rík­is­sátta­semj­ara um að leggja fram miðl­un­ar­til­lögu í deilu Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sé hætt við að kjara­deil­an fari í enn meiri hnút og traust til embætt­is rík­is­sátta­semj­ara minnki hjá launa­fólki á Ís­landi.

Óttast að ríkissáttasemjari hafi ekki hugsað þetta til enda
Drífa Snædal Hún telur að ef þetta sé það sem koma skal á íslenskum vinnumarkaði sé verið að draga úr möguleikum og heimildum einstakra stéttarfélaga til að ráða sínum málum sjálf og beita því eina vopni sem launafólk býr yfir – að leggja niður störf. Mynd: Heiða Helgadóttir

Drífa Snædal fyrrverandi forseti ASÍ segir að með ákvörðun sinni að leggja fram miðlunartillögu sé ríkissáttasemjari heldur betur að teygja á heimildum sínum.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu hennar í dag en Að­al­steinn Leifs­son rík­is­sátta­semj­ari lagði fram miðlunartillögu í deilu Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) í morgun. Tillagan fel­ur í sér að all­ir fé­lags­menn Efl­ing­ar á al­menn­um vinnu­mark­aði munu greiða at­kvæði um kjara­samn­ing sam­bæri­leg­an þeim sem önn­ur fé­lög Starfs­greina­sam­band­sins hafa þeg­ar und­ir­rit­að við SA.

„Það er véfengjanlegt að hann hafi þessar heimildir án samráðs við deiluaðila en heimildir Eflingar til að semja fyrir sitt fólk og undirbúa verkfallsaðgerðir eru óvéfengdar. Sama hvað fólki kann að finnast um framgöngu samninganefndar Eflingar. 

Með þessu er ríkissáttasemjari að nýta til hins ýtrasta sínar valdheimildir og jafnvel aðeins umfram það og þetta er stórhættulegt fordæmi fyrir deilur á hinum íslenska vinnumarkaði. Þegar einu sinni er búið að taka svona ákvörðun er hætt við að hún verði tekin aftur og aftur og aftur. Það er nánast ómögulegt fyrir félagsmenn að fella slíka miðlunartillögu, það þarf töluvert meiri kosningaþátttöku til að fella tillöguna en náðst hefur hingað til í almennum atkvæðagreiðslum,“ skrifar hún.  

Verður varla til að efla samtal um bætt vinnubrögð í samningagerð

Drífa telur að ef þetta sé það sem koma skal á íslenskum vinnumarkaði sé verið að draga úr möguleikum og heimildum einstakra stéttarfélaga til að ráða sínum málum sjálf og beita því eina vopni sem launafólk býr yfir – að leggja niður störf. 

„Ég óttast að ríkissáttasemjari hafi ekki hugsað þetta til enda. Hætt er við að deilan fari í enn meiri hnút og traust til embættis ríkissáttasemjara minnki hjá launafólki á Íslandi. Það er hins vegar mín skoðun að félagar í Eflingu hefðu átt að fá að greiða atkvæði um það tilboð sem lá á borðinu en það á að gerast á félagslegum grunni en ekki með valdboði ríkissáttasemjara. Með þeirri stöðu sem nú er komin er hætt við að launafólk upplifi einmitt það, valdboð að ofan í stað félagslegra lausna innan síns félags. 

Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnurekendur hafa látið sig dreyma um auknar valdheimildir ríkissáttasemjara en það hefur verið í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Að ríkissáttasemjari taki sér þetta vald núna verður varla til að efla samtal um bætt vinnubrögð í samningagerð og getur haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma,“ skrifar hún að lokum. 

Vísar fullyrðingum um ólögmæti tillögunnar á bug

Fram kemur í frétt RÚV í dag að ríkissáttasemjari vísi fullyrðingum um ólögmæti miðlunartillögu hans í kjaradeilu Eflingar og SA á bug. Hann segir deiluaðila ekki hafa íhlutunarrétt eða neitunarvald um tillöguna. Þá segir hann af og frá að verið sé að þröngva samningi SA upp á félagsmenn Eflingar.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu RÚV í dag að hún teldi ríkissáttasemjara hafa farið gegn lögum með tillögu sinni. Ekkert samráð hefði verið haft við Eflingu. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA sagði það rétt deiluaðila að fá að leiða málið til lykta.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Einræðisherra?

    Nú hefur það gerst að ríkissáttasemjari stígur fram eins og gamaldags einræðisherra og tekur einn ákvörðum hvað er verkafólki fyrir bestu.

    Hann ákveður að Efling verkalýðsfélag geri sér að góðu kjarasamning sem áður hefur verið gerður og félagið hefur á örfáum samningafundum hafnað.

    Hann krefst þess að allir félagar í Eflingu greiði atkvæði um þennan samning og tekur þannig undir kröfur samtaka atvinnurekenda að öllu leiti.

    Nú hefur þessi aðili sem starfar sem sáttasemjari lagt fram það sem hann kallar miðlunartillögu. En hún er samhljóða samningi samtaka atvinnurekenda við SGS.
    Þegar núverandi útþynnta útgáfa á vinnulöggjöfinni er skoðuð kemur hvergi fram hvert eðli slíkra miðlunar-tillagna skuli vera.

    Almennur skilningur væri málamiðlunartillaga sem tillaga sátta er ekki. Einnig hitt sem er staðreynd að ekki var fullreynt um að samningar næðust ekki.

    Ég birti hér 27. Grein laganna:
    [27. gr.
    ,,Ef samningaumleitanir sáttasemjara bera ekki árangur er honum heimilt að leggja fram miðlunartillögu til lausnar vinnudeilu. Miðlunartillögu skal leggja fyrir félög eða félagasambönd launafólks og atvinnurekenda eða einstakan atvinnurekanda, eigi hann í vinnudeilu, til samþykkis eða synjunar. Sáttasemjara ber að ráðgast við samninganefndir aðila áður en hann ber fram miðlunartillögu.
    Ef ágreiningur snertir aðeins ákveðna félagsdeild eða starfsgrein innan félags eða félagasambands eða tiltekið fyrirtæki getur sáttasemjari ákveðið að atkvæðagreiðsla taki eingöngu til deildarinnar eða starfsgreinarinnar eða fyrirtækisins."

    Sáttasemjara ber að ráðgast við aðila áður en hann ber upp miðlunartillögu eins og skýrt kemur hér fram í þessari lagagrein. það hefur hann ekki gert.
    Hvergi er útlistað í lögunum og væntanlega ekki heldur í reglugerð hvað miðlunartillaga verður að bera í sér.

    Síðan er hin staðreyndin sem er, ef þessi gjörningur nær fram að ganga væri búið að skerða mjög samningafrelsi verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni.

    Það er mjög alvarleg staða sem ASÍ verður að taka alvarlega.
    0
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Hvar er Villi?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár