Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Mikil ánægja með Skaupið í ár

Átta­tíu og níu pró­sent þeirra sem horfðu á síð­asta Skaup fannst það gott. Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un Maskínu.

Mikil ánægja með Skaupið í ár

Mikil ánægja var með Áramótaskaupið 2022, að því er fram kemur í nýrri könnun Maskínu. Þar kemur fram að 66,2 prósent svarenda hafi fundist Skaupið mjög gott og 22,9 prósent frekar gott. 2,6 prósent svarenda fannst það frekar slakt og 2,4 mjög slakt. 

Maskína hefur síðastliðin 12 ár spurt Íslendinga út í Áramótaskaupið. Fram kemur á vefsíðu Maskínu að í ár hafi þeir ekki verið ánægðari á þessum 12 árum sem sýni sig bæði í því aldrei hafi fleiri sagt skaupið vera gott og aldrei færri þótt það slakt.

Ánægja landsmanna sveiflast mikið á milli ára þegar kemur að Skaupinu en árin 2013, 2020 og 2022 eru í sérflokki þar sem hlutfall ánægðra var yfir 80 prósent, þá var hlutfall þeirra sem þótti skaupið slakt þessu þrjú sömu ár í algjöru lágmarki eða á bilinu 5 til 9 prósent.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 949, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin fór fram dagana 13. til 18. janúar 2022.

Ólga í kringum framleiðsluna

Heimildin greindi frá því um miðjan janúar að leik­stjóri Skaups­ins, Dóra Jóhannsdóttir, hefði kvart­að til RÚV und­an fram­göngu fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins sem gerði Ára­móta­s­kaup­ið. Þrýst­ing­ur um að taka Skaup­ið í nýja mið­bæn­um á Sel­fossi, duld­ar aug­lýs­ing­ar og fal­in fjár­hags­áætl­un hefði orðið til þess að upp úr sauð. Reynt hefði verið að afmá Ölfusár­brú út úr senu, eft­ir að Sig­ur­jón Kjart­ans­son sagði rangt frá um að eng­ar úti­tök­ur hefðu far­ið fram á Sel­fossi.

Jafnframt greindi Heimildin frá því fyrir viku síðan að söngv­ar­ar sem tóku upp lag­ið í poka at­riði Ára­móta­s­kaups­ins hefðu verið snuð­að­ir um greiðslu fyr­ir. Í stað þess að greiða hverj­um og ein­um rúm­ar 50 þús­und krón­ur eins og kjara­samn­ing­ar gera ráð fyr­ir hugð­ust fram­leið­end­ur greiða hverj­um söngv­ara rúm­ar 5.000 krón­ur. Þeg­ar far­ið var fram á að greitt yrði sam­kvæmt taxta hót­uðu fram­leið­end­ur að taka at­rið­ið út úr Skaup­inu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár