Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1008. spurningaþraut: Bækur og mótorhjól

1008. spurningaþraut: Bækur og mótorhjól

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er höfuðborgin í ríki Palestínumanna?

2.  Hvers konar dýr er íbis?

3.  Skáldsagan Lungu fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum — eða öllu heldur höfundur hennar. Hvað heitir hann?

4.  En hvað heitir jarðskjálftafræðingurinn sem vann verðlaun í flokki fræðibóka?  

5.  Á sínum tíma var jarðskjálftafræðingurinn einna kunnastur fyrir pólitíska baráttu sína sem hann háði lengst af innan samtaka sem nefndust ... hvað?

6.  Chianti rauðvín er framleitt í ... hvaða landi?

7.  Á sínum tíma bárust reglulega fréttir af blóðugri baráttu tveggja mótorhjólaklúbba um völdin í undirheimum Norðurlandanna. Annar klúbbanna og sá frægari var stofnaður í Bandaríkjunum 1948 en telur nú klúbba í 59 löndum þegar síðast fréttist. Klúbburinn hefur m.a.s. reynt að hasla sér völl á Íslandi. Hvað nefnist þessi frægi mótorhjólaklúbbur?

8.  Meðlimir klúbbsins láta helst ekki sjá sig nema á einni tiltekinni gerð af mótorhjólum. Hvað heitir sú gerð?

9.  En um það bil hversu margir skyldu vera meðlimir í þessum klúbbi um víða veröld? Eru sannir meðlimir um það bil 3.500 — 35.000 — 350.000 — eða 3,5 milljón?

10.  Hvað er híjab?

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan var kosin forseti í landi sínu árið 2020, fyrst kvenna. Hún er reyndar ekki þjóðkjörin, heldur kaus þingið í landinu hana, enda hefur forseti lítil völd í þessu landi. Í hvaða landi er þessi kona forseti?

Og svo er sérstakt forsetastig í boði fyrir þau (eflaust sárafáu) sem vita hvað konan heitir!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jerúsalem.

2.  Fugl.

3.  Pedro Gunnlaugur Garcia. Skírnarnöfnin duga.

4.  Ragnar Stefánsson, en ég ætla líka að gefa rétt fyrir Ragga skjálfta!

5.  Fylkingin.

6.  Ítalíu.

7.  Hells Angels.

8.  Harley Davidson.

9.  Meðlimirnir eru víst ekki nema um 3.500.

10.  Slæða sem múslimskar konur vefja um hár og höfuð — en hylur andlitið vel að merkja ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er breskt herskip að sigla á íslenskt varðskip í einu þorskastríðanna. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera.

Á neðri myndinni er forseti Grikklands, Katerina Sakellaropoulou. Skírnarnafn hennar dugar til forsetastigs.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár