Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1008. spurningaþraut: Bækur og mótorhjól

1008. spurningaþraut: Bækur og mótorhjól

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er höfuðborgin í ríki Palestínumanna?

2.  Hvers konar dýr er íbis?

3.  Skáldsagan Lungu fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum — eða öllu heldur höfundur hennar. Hvað heitir hann?

4.  En hvað heitir jarðskjálftafræðingurinn sem vann verðlaun í flokki fræðibóka?  

5.  Á sínum tíma var jarðskjálftafræðingurinn einna kunnastur fyrir pólitíska baráttu sína sem hann háði lengst af innan samtaka sem nefndust ... hvað?

6.  Chianti rauðvín er framleitt í ... hvaða landi?

7.  Á sínum tíma bárust reglulega fréttir af blóðugri baráttu tveggja mótorhjólaklúbba um völdin í undirheimum Norðurlandanna. Annar klúbbanna og sá frægari var stofnaður í Bandaríkjunum 1948 en telur nú klúbba í 59 löndum þegar síðast fréttist. Klúbburinn hefur m.a.s. reynt að hasla sér völl á Íslandi. Hvað nefnist þessi frægi mótorhjólaklúbbur?

8.  Meðlimir klúbbsins láta helst ekki sjá sig nema á einni tiltekinni gerð af mótorhjólum. Hvað heitir sú gerð?

9.  En um það bil hversu margir skyldu vera meðlimir í þessum klúbbi um víða veröld? Eru sannir meðlimir um það bil 3.500 — 35.000 — 350.000 — eða 3,5 milljón?

10.  Hvað er híjab?

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan var kosin forseti í landi sínu árið 2020, fyrst kvenna. Hún er reyndar ekki þjóðkjörin, heldur kaus þingið í landinu hana, enda hefur forseti lítil völd í þessu landi. Í hvaða landi er þessi kona forseti?

Og svo er sérstakt forsetastig í boði fyrir þau (eflaust sárafáu) sem vita hvað konan heitir!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jerúsalem.

2.  Fugl.

3.  Pedro Gunnlaugur Garcia. Skírnarnöfnin duga.

4.  Ragnar Stefánsson, en ég ætla líka að gefa rétt fyrir Ragga skjálfta!

5.  Fylkingin.

6.  Ítalíu.

7.  Hells Angels.

8.  Harley Davidson.

9.  Meðlimirnir eru víst ekki nema um 3.500.

10.  Slæða sem múslimskar konur vefja um hár og höfuð — en hylur andlitið vel að merkja ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er breskt herskip að sigla á íslenskt varðskip í einu þorskastríðanna. Nákvæmara þarf svarið ekki að vera.

Á neðri myndinni er forseti Grikklands, Katerina Sakellaropoulou. Skírnarnafn hennar dugar til forsetastigs.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár