Það verður að teljast til stórtíðinda í íslenskum sviðslistum að Þjóðleikhúsið skuli á þessu leikári og því næsta hafa á dagskrá sinni glænýjan þríleik eftir þýska leikhúslistamanninn Marius von Mayenburg. Þríleikurinn samanstendur af verkunum Ellen B., Ex og Egal en fyrstnefnda verkið var nýlega heimsfrumsýnt hér á landi í leikstjórn Benedicts Andrews. Benedict, sem hefur áður sett upp nokkur af leikritum skáldsins, leikstýrir fyrri verkunum tveimur en Marius von Mayenburg mun sjálfur loka þríleiknum með uppsetningu á Egal næsta vetur. Þrátt fyrir að hérlendis hafi einungis fjögur af verkum leikskáldsins áður verið sett á svið teygja áhrif hans, Schaubühne-leikhússins og Berlínarsenunnar sig víða um íslenskar sviðslistir.
Marius von Mayenburg hefur verið eitt þekktasta nafn evrópsku sviðslistasenunnar um langa hríð. Hann sló í gegn undir lok síðustu aldar með verkinu Feuergesicht, sem flutt var í Útvarpsleikhúsinu undir nafninu Eldfés. Árið 1999 gekk Marius til liðs við Schaubühne, eitt helsta leikhús Þjóðverja, …
Athugasemdir