Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvað er hæfileg neysla?

Um­mæli fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra Dan­merk­ur um hlut­verk áfeng­is, einkum bjórs, hvað sé hæfi­leg neysla og til­gang­ur­inn með neysl­unni, hafa vak­ið mikla at­hygli í Dan­mörku. Ráð­herr­ann fyrr­ver­andi er nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri sam­taka bjór- og gos­fram­leið­enda.

Hvað er hæfileg neysla?
Nick Hækkerup Margir Danir drekka of mikið. Fyrrverandi ráðherrann telur bjór þó síður en svo óhollan. Mynd: AFP

Bjór er lífsgleði og félagsskapur er yfirskriftin á viðtali sem birtist í jólablaði samtaka danskra bjór- og gosdrykkjaframleiðenda við framkvæmdastjórann, Nick HækkerupBryggeriforeningen, eins og samtökin heita, voru stofnuð árið 1899 og starfsmenn félaga innan samtakanna eru um 50 þúsund, víðs vegar um heim, þar af 4.600 í Danmörku.
Það er kannski ekki að undra að framkvæmdastjórinn tengi framleiðslu vinnuveitenda sinna við jákvæðni í lífinu, hverjum þykir jú sinn fugl fagur. Það sem ýmsum þykir athyglisvert í þessu sambandi er að umræddur framkvæmdastjóri er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Danmerkur.

Nick Hækkerup er fæddur árið 1968, lögfræðingur frá Hafnarháskóla og með doktorspróf í Evrópu- og þjóðarétti. Hann gekk ungur til liðs við flokk sósíaldemókrata og varð borgarstjóri í Hillerød árið 2000 (þau sem við köllum bæjar-eða sveitarstjóra heita borgarstjórar í Danmörku). Hann varð þingmaður árið 2007 og sat á þingi til ársins 2022. Gegndi embættum ráðherra dómsmála, varnarmála, viðskipta- og Evrópumála, í ríkisstjórnum Helle Thorning-Schmidt og Mette Frederiksen. Síðast en ekki síst var Nick Hækkerup ráðherra heilbrigðismála og forvarna frá júlí 2019 til maí 2022 en sagði þá af sér til að setjast í framkvæmdastjórastól samtaka bjór- og gosdrykkjaframleiðenda. 

„Í áðurnefndu viðtali sagði Nick Hækkerup að bjór sé síður en svo óhollur, í hófi. Nú verði bjórbransinn að hætta að beygja sig fyrir hreintrúarfólki og heilbrigðispostulum“

Í áðurnefndu viðtali sagði Nick Hækkerup að bjór sé síður en svo óhollur, í hófi. Nú verði bjórbransinn að hætta að beygja sig fyrir hreintrúarfólki og heilbrigðispostulum sem líti á allt út frá einhverju mælanlegu, þyngd og  tommustokkskvarða. „Það eru nefnilega líka lífsgæði sem ekki verða metin með þessu móti, ástin á börnum okkar, gleðin við að ganga um í náttúrunni. Ánægjan af að fá sér bjór með vinnufélögum, eða foreldrum annarra barna í sumarbústaðnum. Gleði og sorg eru ekki mælanleg með tommustokkskvarðanum.“ Þegar blaðamaðurinn spurði hverja hann ætti við þegar hann nefndi hreintrúarfólkið og heilbrigðispostulana sagði Nick Hækkerup að það væru ýmis samtök sem kenndu sig við heilbrigðan og hollan lífsstíl, og heilbrigðisyfirvöld. „Fullyrðingar um að allt umfram 10 áfengiseiningar á viku ( í einni 12% rauðvínsflösku eru 6-7 einingar, í  ½ lítra dós af 6% bjór eru 2 einingar) séu hættulegar byggja ekki á staðreyndum.“ Framkvæmdastjórinn dró síðan fram blað með niðurstöðum fjölmargra rannsókna á samhengi áfengisneyslu og heilsufars. Þar segir að dagleg neysla 1 til 3 eininga áfengis sé ekki skaðleg heilsunni. „Við þetta bætist svo lífsgæðin og gleðin. Semsagt: Bjór er lífsgleði, bjór er félagsskapur, bjór er hluti dönsku þjóðarsálarinnar,“ sagði Nick Hækkerup og bankaði með kúlupennanum í skrifborðið.

Ráðlagt að drekka minna

Nick Hækkerup nefndi í viðtalinu áðurnefndar 10 áfengiseiningar á viku. Með þessari tölu vísaði hann til ráðlegginga Sundhedsstyrelsen (stofnun hliðstæð íslenska Landlæknisembættinu) frá því snemma á síðasta ári.
Þar er mælt með að hver einstaklingur, eldri en 18 ára, drekki ekki meira en 10 áfengiseiningar á viku, og ekki meira en 4 einingar á einum og sama deginum. Í þessu fólust umtalsverðar breytingar frá leiðbeiningunum sem gefnar voru út árið 2010. Þar var mælt með að karlar drykkju ekki meira en 14 einingar vikulega og konur að hámarki 7 einingar. Eldri leiðbeiningar höfðu hljóðað upp á 21 vikulega einingu fyrir karla og 14 fyrir konur.
Breytingin er mikil og í nýju leiðbeiningunum er það nýmæli að ráðlagt hámark er það sama fyrir konur og karla.

800 þúsund Danir drekka of mikið

Í skýrslu frá danska krabbameinsfélaginu (Kræftens Bekæmpelse) sem var gefin út árið 2020 kom fram að 800 þúsund Danir drykkju of mikið, miðað við þáverandi leiðbeiningar Sundhedsstyrelsen, áðurnefndar 14 vikulegar einingar fyrir karla og 7 fyrir konur. Samkvæmt nýju leiðbeiningunum um æskilegt hámark væri talan langtum hærri en 800 þúsund. Í skýrslunni segir að hver Dani, eldri en 18 ára, drekki að jafnaði 9,5 lítra af hreinum vínanda á ári hverju. Árlega látast að minnsta kosti 1.800 Danir úr krabbameini sem rekja má til áfengisneyslu og 1.200 til viðbótar af völdum annarra sjúkdóma sem tengjast ofneyslu áfengis, segir í skýrslu danska krabbameinsfélagsins.

Aukin áfengisneysla ungmenna veldur áhyggjum

Dönsk ungmenni byrja fyrr að neyta áfengis en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum Evrópu og drekka jafnframt meira.
Í skýrslu Sundhedsstyrelsen frá árinu 2020 kemur fram að á fyrstu 16 árum þessarar aldar hafi dregið úr áfengisneyslu danskra ungmenna en síðan hafi neyslan aukist á ný. Árið 2018 lagði Sundhedsstyrelsen fram tillögur um að aldursmörk til áfengiskaupa yrðu hækkuð í 18 ár.  Samkvæmt núgildandi lögum mega ungmenni sem náð hafa 16 ára aldri kaupa bjór og vín, svokölluð skot, allt að 16,5% styrkleika. Í framhaldi af þessum tillögum Sundhedsstyrelsen lagði þáverandi ríkisstjórn Mette Frederiksen  (2015 -2019) fram tillögur um að hækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár. Ekki náðist samstaða um þetta á danska þinginu.
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að stjórnin hafi forystu um forvarnaraðgerðir sem miðist að því að draga úr neyslu ungmenna á áfengi. Blaðamaður Politiken spurði Sophie Løhde heilbrigðisráðherra hvort stjórnin ætlaði sér að hækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár. Ráðherrann svaraði ekki spurningunni en vísaði á stjórnarsáttmálann.
Ulrik Becker, læknir og sérfræðingur í áfengistengdum sjúkdómum, sem sat í nefndinni sem lagði til að áfengiskaupaaldurinn yrði hækkaður, sagði það mikil vonbrigði að það hefði ekki náðst. „Í Bandaríkjunum er áfengiskaupaaldur víðast hvar 21 ár, og það er ekki tilviljun. Það er samhengi milli mikillar áfengisneyslu á unga aldri og áfengisvandamálum síðar á ævinni. Það er ekki fyrr en um tvítugsaldurinn, 20- 21 árs, að heilinn er nægilega þroskaður til að umgangast áfengi,“ sagði Ulrik Becker í viðtali við Politiken.

DrukÍ þessari vinsælu dönsku kvikmynd frá 2020 kanna nokkrir vinir hvort það sé rétt að manneskjan sé fædd með of lítið magn af alkóhóli í líkamanum.

Ulrik Becker sagði í áðurnefndu viðtali að það væri langhlaup að breyta siðum og venjum tengdum áfengi. „Við sjáum þó breytingar, fyrir 20-30 árum var það siður í mörgum fyrirtækjum að byrja vinnudaginn á morgunsnafs, þetta heyrir nánast sögunni til.“ Og bætti við: „Það er athyglisvert að hugsa til þess að ef áfengi yrði fundið upp í dag yrði ekki leyfilegt að selja það.“ Þarna vísar Ulrik Becker til talna um dauðsföll af völdum áfengis.

Aukin umræða og kvikmyndin Druk

Umræður um áfengi, ekki síst unglingadrykkju, hefur aukist mikið í Danmörku á allra síðustu árum. Í kvikmyndinni Druk (Mátulegir), sem frumsýnd var árið 2020, segir frá fjórum vinnufélögum, kennurum í menntaskóla. Útgangspunktur myndarinnar er að manneskjan sé fædd með of lítið alkóhólmagn í blóðinu og vinirnir ákveða að kanna hvort þetta sé rétt. Efni myndarinnar skal ekki rakið hér en myndin vakti mikla athygli og hefur fengið mikla aðsókn. Í mörgum dönskum framhaldsskólum fóru fram, eftir að myndin var frumsýnd, miklar umræður um áfengi og áfengisneyslu. Áðurnefndur Ulrik Becker telur slíka umræðu af því góða og segist sannfærður um að myndin veki marga til umhugsunar.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
2
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
3
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
4
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
7
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
1
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
3
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
4
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
9
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár