Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rómantísk reykvísk tímavél

Ás­geir H. Ing­ólfs­son bók­mennta­fræð­ing­ur skrif­ar um fyrstu frum­sömdu bók árs­ins hér á mark­aði – Þar sem mal­bik­ið end­ar eft­ir Magneu J. Matth­ías­dótt­ur.

Rómantísk reykvísk tímavél
Bók

Þar sem mal­bik­ið end­ar

Höfundur Magnea J. Matthíasdóttir
JPV Forlag
72 blaðsíður
Gefðu umsögn

Magnea J. Matthíasdóttir gaf út ljóðabókina Kopar árið 1976 og í kjölfarið fylgdu þrjár skáldsögur með stuttu millibili; Hægara pælt en kýlt 1978, Göturæsiskandídatar 1979 og Sætir strákar árið 1981. En þrátt fyrir velgengni hvarf hún svo af sviðinu. Eða öllu heldur, fór baksviðs. Hún varð áfram afkastamikill þýðandi og textahöfundur – en fyrir utan eina barnabók höfum við ekki fengið nýtt skáldverk á prenti frá Magneu í meira en 40 ár. Þangað til núna.

 

Á bókarkápunni er árið enn þá 1981, þetta er skemmtilega gamaldags kápuhönnun – og öll þessi augu á sömu verunni spegla bókina ágætlega, hér horfum við í gegnum mörg og breytileg augu sama ljóðskálds. Eins og hér:

 

ég gríp snöggvast andann á lofti

og verð sex ára sextán ára tuttugu og sex

eitt sólblikandi augnablik

 

Nafnlaust opnunarljóðið er magnað manifestó fyrir bókina – hún er um marga samtíma, um ljóðskáld sem gengur í gegnum borg sem er ávallt ný og gömul í senn, uppfull af nútíma og minningum og minningum um minningar. Þetta framkallar kápumyndina enn betur, þetta er bæði óræð vera með mörg augu en um leið kræklóttir borgarstígar, sem öðlast sitt eigið líf.

 

Þetta er borgarnáttúra, eins og titillinn gefur til kynna. Malbikið endar stöku sinnum utan borgarmarkanna, en miklu oftar við næsta tré eða næstu lóð. Öll sú náttúra sem berst fyrir tilverurétti sínum innan um allt þetta malbik. Þetta eru ljóð alvöru flandrara, flaneurs sem hefur þvælst um götur Reykjavíkur í áratugi og maður veit aldrei hvaða Reykjavík bíður manns á næstu síðu, hvaða áratugur birtist manni næst.

 

Unglingagredda rennur saman við blús ellinnar, sem er þó ekki laus við greddu heldur. Þetta er minningabók, þar sem höfundur leikur sér að því að vera stundum að muna en fara stundum einfaldlega með tímavél á staðinn – þar sem „ég man“ verður skyndilega eldgamalt „ég er“.

 

Hér er ort af ástríðu og væntumþykju um tré og ketti – og í hvert skipti sem manni finnst bókin daðra við að verða endurtekningasöm tekur hún nýja stefnu. Það koma oft hæfilegar þyrpingar af skyldum ljóðum, kannski þrjú-fjögur, áður en farið er í næstu götu. Það eru þó textatengsl á milli þessara þyrpinga, þegar fuglarnir flögra inn í næstu ljóðagötu eru kettirnir enn þá að fylgjast með.

 

Hér birtist dauðinn sjálfur, fyrst kómískur, en svo sem harmrænn vágestur sem vofir yfir öllum afmælum. Hér er tekist á við dauðabeyginn af hugrekki og einlægni, enda fátt þreyttara en falskt æðruleysi gagnvart endalokunum.

 

Pólitísku ljóðin ná kannski ekki alveg sama flugi og hin, nema helst þegar Guð blessi Ísland ræða hrunsins er framkölluð í spurn um hvaða guð eigi að blessa, er það mammon eða mólokk, quetzalcoatl, loki eða jehóva? Allir með litlum stöfum, enda eini hástafurinn í bókinni Þ-ið í titlinum.

 

Persónugalleríið er litríkt, en mest er þó um vert samkenndin með skrautlegum karakterum sem alltof oft eru bara til skrauts. Því til sönnunar er þetta afskaplega rómantísk bók, næstrómantískasta ljóðið fjallar um óræða elskendur og vindinn – en það rómantískasta er um grátandi fyllibyttu og hans lífsharm. Eða jafnvel ljóð um það hvernig við viljum trúa á ástina jafnvel þótt hún svíki okkur aftur og aftur, ljóð sem byrjar á línunni „Mig langar svo að trúa á ástina,“ en svo fylgja línur á borð við:

 

líka þegar tunglið er nýtt og svart og það rignir

llíka þegar sólin sést ekki fyrir dimmum skýjabökkum

líka þegar við drögum upp egghvöss orð og skerum

líka þá

 

Og maður trúir áfram.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár