Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íslendingar straujuðu kortið meira erlendis en túristar gerðu á Íslandi

Ís­lend­ing­ar flykkt­ust til út­landa á síð­asta ári, vopn­að­ir sparn­aði sem safn­að­ist upp í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Vin­sæl­asti áfanga­stað­ur­inn var Teneri­fe. Korta­velta Ís­lend­inga er­lend­is jókst um 66 pró­sent milli 2021 og 2022.

Íslendingar straujuðu kortið meira erlendis en túristar gerðu á Íslandi
Hiti Margir Íslendingar hafa tekið ástfóstri við Tenerife. Umtalsverð aukning hefur orðið í ásókn í ferðir þangað og áfangastaðurinn fyrir vikið orðið tákngervingur fyrir neyslugleði Íslendinga eftir kórónuveirufaraldur. Mynd: AFP

Veltan á innlendum kortum Íslendinga erlendis var 262,8 milljarðar króna á árinu 2022. Á sama tíma var velta erlendra korta hérlendis 248,3 milljarðar króna. Það þýðir að Íslendingar, sem voru í heild 387.800 um síðustu áramót, eyddu 14,5 milljörðum krónum meira í útlöndum á kortum sínum en þeir tæplega 1,7 milljónir erlendra ferðamanna sem komu til Íslands á því ári.

Þetta má lesa úr árlegri samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu Íslendinga. 

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis rúmlega tvöfaldaðist milli ára í krónum talið og jókst um 90 prósent að raunvirði. Ferðamenn frá Bandaríkjunum eyddu mest allra ferðamanna á Íslandi á árinu 2022, en þeir voru ábyrgir fyrir 35 prósent af allri erlendri kortaveltu. Bretar komu þar á eftir með tæplega tíu prósent og ferðamenn frá Þýskalandi voru í þriðja sæti með um sjö prósent. Þetta er í beinu samræmi við það að flestir ferðamenn komu frá þessum löndum, í þeirri röð sem þau röðuðu sér í eyðslustiganum. 

Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu innanlands í fyrra var 25,5 prósent. Það er mun lægra hlutfall en var fyrir kórónuveirufaraldurinn, þegar hlutfallið var 30 til 34 prósent. 

Gríðarleg aukning í netverslun

Alls voru brottfarir Íslendinga frá Leifsstöð 588.650 talsins á síðasta ári, sem er aukning um næstum 170 prósent frá árinu á undan og ekki langt frá þeim fjölda sem var árið 2019, síðasta heila árinu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Í krónum talið eyddu Íslendingar um 105 milljörðum krónum meira með kortum sínum erlendis en þeir gerðu á árinu 2021, þegar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldurs voru þó enn í gildi að hluta sem gerðu ferðalög erlendis erfiðari en í fyrra. Því jókst eyðsla Íslendinga erlendis um 66 prósent milli 2021 og 2022. 

Alls eyddu Íslendingar 974 milljörðum króna á kortum sínum innanlands árið 2022. Í krónum talið var það aðeins meira en árið áður en þegar búið er að taka tillit til verðbólgu dróst sú neysla saman um 4,4 prósent. 

Þar er aðallega um samdrátt í kortaveltu í verslun að ræða. Ásókn Íslendinga í að kaupa sér hluti í gegnum verslun á netinu jókst að sama skapi um fimm prósent að raunvirði og hefur alls aukist um 254 prósent á fjórum árum. Alls eyddu Íslendingar tæplega 42 milljörðum króna af kortum sínum í að kaupa hluti á netinu á síðasta ári. 

Seðlabankastjóri tekur Tene fyrir

Ýmis ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um eyðslu og tíðar utanlandsferðir landsmanna á síðustu mánuðum hafa vakið athygli. Þar hefur Ásgeir sérstaklega tekið fyrir ferðir til Tenerife, en þær hafa verið afar vinsælar hjá Íslendingum. Vefurinn Túristi greindi til að mynda frá því í lok nóvember að á fyrstu tíu mánuðum ársins 2021 hafi 61 þúsund farþegar frá Íslandi lent á Tenerife, sem var aukning um fimmtung frá sama tímabili árið 2019. 

Hugsi yfir neysluÁsgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur ítrekað vísað til fjölda Tenerife-ferða landsmanna í opinberri umræðu á síðustu mánuðum.

Í ágúst sagði hann að helst „vildi Seðlabankinn að fólk hætti að eyða peningum.“ Í október, þegar hann rökstuddi stýrivaxtahækkun upp í 5,75 prósent, sagði Ásgeir það ekki hafa komið á óvart að kröftugt viðbragð hefði komið í einkaneyslu í fyrrasumar. Fólk hefði sparað peningana sína í tvö ár á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð og hafi lokst getað eytt þeim, meðal annars í ferðalög. „Það voru allir að taka myndir af tánum á sér á Tene eða eitthvað álíka í sólbaði.“

Þegar stýrivextirnir voru svo hækkaðir upp í sex prósent í lok nóvember sagði Ásgeir að áframhaldandi vöxtur í einkaneyslu hefði komið Seðlabankanum á óvart og komið niður á gengi krónunnar. „Þegar þjóðin er að fara á Tene, það kost­ar gjald­eyri.“ Seðlabankinn gæti ekki „fjár­magnað Tene-ferðir úr forðanum.“ Ef viðskiptahalli yrði viðvarandi myndi Seðlabankinn því ekki halda uppi gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkað heldur yrði hann að hækka stýrivexti til að takmarka neysluna. 

Þessi orð hafa farið öfugt ofan í marga, meðal annars Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR. Hann sagði í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í desember að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans á síðustu mánuðum væru „að refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að kom­ast af milli mán­aða.“ Stýri­vaxta­hækk­an­irnar bíti hins vegar lítið á þeim tekju­hæstu sem mestu eyði.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár