Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bændasamtökin: Ætti ekki að skipta máli hvar fjölmiðlar eru staðsettir

Ým­is fjöl­miðla­fyr­ir­tæki og hags­muna­sam­tök hafa skil­að inn um­sögn­um um frum­varp menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla. Bænda­sam­tök­in eru þar á með­al en þau telja að efn­is­tök, dreif­ing­ar­svæði og lest­ur eða áhorf fjöl­miðla ætti að skipta meira máli en hvar þeir eru „með heim­il­is­festi“ þeg­ar út­hluta á styrkj­um.

Bændasamtökin: Ætti ekki að skipta máli hvar fjölmiðlar eru staðsettir
Málefni fjölmiðla eru á borði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Mynd: Davíð Þór

Bændasamtök Íslands, sem eiga og gefa út Bændablaðið, gera athugasemd við hverjir eigi að fá auka fram­lag til rekst­urs fjöl­miðla á lands­byggð­inni í umsögn sinni um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. 

Samtökin telja að efnistök, dreifingarsvæði og lestur eða áhorf fjölmiðla eigi að skipta meira máli við ákvörðun um úthlutun fjölmiðlastyrkja en hvar á landinu fjölmiðillinn sé með heimilisfesti. Jafnframt segja þau að Bændablaðið gegni því lykilhlutverki að koma á framfæri upplýsingum um landbúnaðartengd málefni sem spanni vítt svið. Fjölmiðillinn hafi þannig mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart umræðu og menningu í hinum dreifðari byggðum.

Hættu við 100 milljóna króna styrk til N4 eftir fjölmiðlaumræðu

Mikil umræða skapaðist í desember síðastliðnum þegar meiri­hluti fjár­laga­nefndar ætl­aði að úthluta styrk upp á 100 milljónir króna vegna rekst­­­­urs fjöl­miðla á lands­­­­byggð­inni sem fram­­­­leiða eigið efni fyrir sjón­­­­varps­­­­stöð. Niðurstaða meirihlutans varð þó sú að ráðstafa auka styrknum með öðrum hætti eftir mikla gagnrýni. 

Styrknum var bætt á fjár­lög eftir að beiðni þar um kom frá Maríu Björk Ingva­dótt­­ur, fram­­kvæmda­­stjóra fjöl­miðla­­fyr­ir­tæk­is­ins N4 á Akur­eyri. Í beiðn­inni bað hún um að 100 millj­ónir króna myndu verða látnar renna úr rík­is­sjóði til mið­ils­ins. ­ 

Í nefnd­ar­á­liti sem meiri­hlut­inn birti þann 14. desember sagði að við aðra umræðu um fjár­laga­frum­varpið hefði verið sam­þykkt til­laga um tíma­bundið fram­lag til rekst­urs fjöl­miðla á lands­byggð­inni sem fram­leiða eigið efni fyrir sjón­varps­stöð. „Í ljósi umræðu í fjöl­miðlum beinir meirihlut­inn því til ráð­herra að end­ur­skoða þær reglur sem gilda um rekstr­ar­stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á lands­byggð­inni þannig að aukið til­lit verði tekið til þeirra sem fram­leiða efni fyrir sjón­varp.“

Fjár­fram­lagið mun renna inn í styrkja­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla og hækka þá upp­hæð sem þar verður til úthlut­unar úr 377 millj­ónum króna á þessu ári, í 477 millj­ónir króna. Það mun koma í hlut menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra að útfæra hvernig hið aukna til­lit til þeirra lands­byggð­ar­miðla sem fram­leiða sjón­varp verður tekið við úthlutun á næsta ári. 

Bændablaðið hafi „hlutverki að gegna gagnvart umræðu og menningu í hinum dreifðari byggðum“

Bændasamtök Íslands fagna í umsögn sinni framkomu frumvarps um styrki til einkarekinna fjölmiðla en þar segir að samtökin haldi úti einum stærsta prentmiðli landsins. „Sá miðill er Bændablaðið en hann gegnir lykilhlutverki í að koma á framfæri upplýsingum um landbúnaðartengd málefni sem spanna vítt svið. Í ljósi mjög aukinnar áherslu á fæðuöryggi, matvælaöryggi, umhverfis- og loftslagsmál, sjálfbærni og nýsköpun í landbúnaði þarf vart að fjölyrða um hversu mikilvægur miðillinn er allri umræðu og upplýsingu þjóðarinnar. Þá er Bændablaðið langmest lesni prentmiðillinn á landsbyggðinni eða með yfir 40 prósent meðallestur og hefur því mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart umræðu og menningu í hinum dreifðari byggðum.

Rekstrarumhverfi prentmiðils á borð við Bændablaðið hefur verið afar erfitt síðustu árin vegna gríðarlegra hækkana á gjaldahliðinni sem erfitt eða jafnvel ómögulegt er að mæta á tekjuhliðinni. Því er stuðningurinn sem hér um ræðir lykilatriði í því að hægt sé að halda úti vandaðri og upplýstri umræðu um landbúnað sem er einn af grunnatvinnuvegum landsins,“ segir í umsögninni. 

Varðandi auka 100 milljóna króna framlagið þá telja Bændasamtökin, eins og áður segir, að efnistök, dreifingarsvæði og lestur eða áhorf fjölmiðla eigi að skipta meira máli við ákvörðun um úthlutun slíkra styrkja en það hvar á landinu fjölmiðillinn sé með heimilisfesti. Þannig eigi stuðningurinn ekki að vera takmarkaður við framlag til rekstrar fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöðvar. 

Bændablaðið er í eigu og gefið út af Bændasamtökum Íslands sem eru hagsmunasamtök.

Bændasamtökin fengu 16,8 milljónir í fyrra

Alls fengu 25 fyrirtæki rekstrarstyrk úr ríkissjóði vegna fjölmiðlareksturs árið 2022. Aukin fjöldi umsókna, hærri styrkir til sumra og minni heildarpottur orsakaði það að flestir fréttamiðlar fengu lægra hlutfall af stuðningshæfum kostnaði endurgreiddan en árið þar á undan. 

Þrjú stærstu einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, Árvak­ur, Sýn og Torg fengu hvert um sig tæp­lega 66,8 millj­ónir króna í rekstr­ar­stuðn­ing úr rík­is­sjóði. Alls var 381 milljón króna úthlutað af sér­stakri úthlut­un­ar­nefnd og því fór tæp­lega 53 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­innar sem úthlutað var í rekstr­ar­styrki til fjöl­miðla til þessara þriggja fjölmiðlafyrirtækja. 

Sá aðili sem jók rekstr­ar­stuðn­ing sinn mest milli ára í fyrra voru Bænda­sam­tökin, sem eru ekki atvinnu­greina­flokkuð sem útgáfu­starf­semi heldur sem hags­muna­sam­tök. Rekstr­ar­stuðn­ing­ur­inn var vegna útgáfu Bænda­blaðs­ins og nam 16,8 millj­ónum króna, sem var 4,4 millj­ónum krónum meira en Bænda­sam­tökin fengu í greiðslur árið 2021.

Rit­stjórn Bænda­blaðs­ins heyrir undir útgáfu- og kynn­ing­ar­svið Bænda­sam­taka Íslands. Á heima­síðu Bænda­sam­tak­anna segir að hlut­verk þeirra sé að vera „málsvari bænda og gæta hags­muna þeirra í hví­vetna“. Meg­in­mark­mið þeirra sé að „beita sér fyrir bættri afkomu bænda, betri rekstr­ar­skil­yrðum í land­bún­aði auk þess að miðla upp­lýs­ingum og sinna fræðslu til sinna félags­manna“. Bænda­blaðið er jafnframt sent end­ur­gjalds­laust á öll lög­býli á Íslandi.

Vilja að ríkið hætti að keppa við einkarekna fjölmiðla

Fleiri fyrirtæki hafa sent inn umsögn við frumvarp ráðherra. Í umsögn Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið, segir að frumvarpið breyti litlu fyrir einkarekna fjölmiðla frá því sem verið hefur „enda virðist ætlunin með því fremur að fresta því að taka á vanda fjölmiðla en að leysa hann. Verði frumvarpið að lögum er stuðningurinn þó framlengdur, sem ætla má að gagnist fjölmiðlunum, en mjög mismikið þó.“

Einnig viðrar Árvakur áhyggjur yfir því hvernig stjórnvöld og Alþingi hafi nálgast það að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. „Margt er hægt að gera til að bæta rekstrarumhverfið fyrir utan að veita beina styrki. Ríkið getur hætt að keppa við einkarekna fjölmiðla á auglýsingamarkaði, ríkið getur leyft auglýsingar áfengis, sem almenningur hvort eð er sér hvarvetna á netinu, og ríkið getur lagt sig fram um að jafna aðstöðu erlendra miðla sem notaðir eru hér á landi og innlendra miðla. Ekkert af fyrrgreindu getur talist stuðningur, miklu frekar að tryggja sanngjarnt rekstrarumhverfi.“

Árvakur leggur til að ríkið geti veitt óbeinan stuðning eins og algengt sé erlendis, svo sem með því að fella niður virðisaukaskatt af áskriftum prentmiðla og með því að afnema í heild eða hluta tryggingagjald hjá starfsmönnum fjölmiðla. „Ef veita á beinan rekstrarstuðning þarf að horfa til þess að hann sé einfaldur, sanngjarn og nýtist til að styðja við raunverulega fjölmiðlun hér á landi en sé ekki svo rýr eða með svo lágu þaki að hann nýtist lítið eða skekki jafnvel samkeppnisstöðuna, eins og raunin er við núverandi fyrirkomulag.“

Styrkurinn „einungis dropi í hafið“

Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn sér ekki ástæðu til að fjalla um einstök ákvæði fyrirliggjandi frumvarps í umsögn sinni. „Ástæðan er einföld. Gamaldags styrkjakerfi, sem er til þess fallið að draga úr sjálfstæði fjölmiðlaveitna og er auk þess að umfangi einungis sem dropi í hafið, mun ekki til lengri tíma duga til að einkareknir fjölmiðlar hér á landi búi við viðunandi rekstrarumhverfi.“

Af þeim sökum þurfi Alþingi í það minnsta að grípa samhliða til annarra aðgerða. „Í því sambandi hefur meiri hluti allsherjar- og menntamálanefndar fyrir tæpu ári síðan áréttað mikilvægi þess að vinnu við skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna verði hraðað sem kostur er enda streymir þó nokkurt hlutfall af auglýsingatekjum úr landi og ekki eru greiddir sömu skattar og skyldur af þeim tekjum líkt og ef auglýst er innan lands. Er skorað á nefndina að láta verkin tala og fylgja eftir þessum áformum, enda ljóst að hinn fyrirhugaði ríkisstuðningur einn og sér mun duga skammt til að lagfæra samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla hér á landi,“ segir í umsögn Sýnar. 

Síminn beinir sjónum sínum meðal annars að veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í sinni umsögn. „Það er álit Símans að frumvarpið eins og það liggur fyrir framlengi skekkju á samkeppnismarkaði að óþörfu, skekkju sem því miður hefur aukist á síðustu árum. Fjölmiðlamarkaður verður ekki eðlilegur fyrr en löggjafinn kemur böndum á eigin fjölmiðlarekstur, Ríkisútvarpið.“

Heildarfjárhæð stuðnings of lág

Blaðamannafélagið fagnar í umsögn sinni að nú sé komið inn ákvæði í frumvarpið sem áréttar að fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðis og að það sé almannahagur að fyrirsjáanlegt stuðningskerfi, fjármagnað af hinu opinbera, styðji við og efli ritstjórnir á einkareknum frétta- og dagskrármiðlum.

Félagið gerir aftur á móti athugasemdir við að heildarfjárhæð stuðnings sé of lág en fagnar þó því 100 milljóna króna aukaframlagi sem fjárlaganefnd tók ákvörðun um fyrir jól. „Til samanburðar fá stjórnmálaflokkar nær tvöfalt hærri heildarupphæð til þess að „efla lýðræðið“ eins og segir í lögum þar um.“

„Markmiðið með stuðningnum er ekki síst að jafna stöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart erlendum auglýsingaveitum og samfélagsmiðlum. Æskilegt er að þessu markmiði væri fylgt eftir af hálfu stjórnvalda með því að innleiða skattlagningu af tekjum hinna erlendu stórfyrirtækja á íslenskum markaði,“ segir í umsögn Blaðamannafélagsins. 

Telja að fjölmiðlar þurfi og verði að starfa óháðir ríkisvaldi

Útvarp Saga segist í sinni umsögn vera andvíg frumvarpinu, sem viðhaldi „óheilbrigðu samkeppnisumhverfi einkarekinna fjölmiðla“ og „forréttindastöðu RÚV á fjölmiðlamarkaði“.

„Fjölmiðlar þurfa og verða að starfa óháðir ríkisvaldi. Úthlutun ríkisstyrkja til fjölmiðla dregur úr trúverðugleika þeirra, þar sem atvinnuhagsmunir blaða-og fréttamanna og afkoma þeirra hjá einkareknum fjölmiðlum eru óhjákvæmilega tengd og háð fjárframlagi opinberra aðila. Slíkt fyrirkomulag er til þess fallið að skapa tortryggni og bíður uppá frændhygli. Jafnframt er óeðlilegt að ríkisstjórn geti tryggt sér vinsældir hjá fjölmiðlum sem fá ríkisstyrki,“ segir meðal annars í umsögn Útvarps Sögu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár