Úkraínskir flóttamenn sem búið hafa í 43 hótelíbúðum í eigu Ölmu leigufélags við Lindargötu og Vatnsstíg í miðbæ Reykjavíkur þurfa að flytja úr þeim í mars á þessu ári.
Tveir af íbúunum í húsinu, Olga og Dima, sem bæði eru rúmlega fertug, segja við Heimildina að þau viti ekki hvert þau muni flytja þegar þau þau þurfa að yfirgefa húsið. Þau lýsa bæði yfir mikilli óvissu um framtíðina þar sem þau viti ekki hvar þau munu búa næst. „Ég er hrædd um að enda á götunni í dag en í gær þá átti ég allt,“ segir Olga. Dima segir að hann og kona hans viti sömuleiðis ekki hvert þau flytji með 4 ára gamlan son sinn. „Þetta er hræðilegt fyrir okkur, við erum með lítið barn og við vitum ekki hvert við munum flytja.“
Þau Olga og Dima lentu bæði mjög illa í stríðinu í Úkraínu …
Athugasemdir