Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en ári.

Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs

Lít­ið þorp í Rín­ar­lönd­um Þýska­lands er allt kom­ið í eigu kolarisa. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar sér að mylja nið­ur hús­in og stækka kola­námu sína sem þeg­ar þek­ur um 80 fer­kíló­metra. Þetta þyk­ir mörg­um skjóta skökku við í heimi sem berst við lofts­lags­breyt­ing­ar.

Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni. Mynd: Alexander Franz

Smáþorpið Lützerath í vesturhluta Þýskalands er á barmi hengiflugs. Í orðsins fyllstu merkingu. Fyrirtæki sem starfrækir opna kolanámu í næsta nágrenni þess ætlar að brjóta húsin niður, múrstein fyrir múrstein, svo stækka megi námuna – gera hina gríðarstóru holu sem fyrir er í jörðinni enn stærri og dýpri.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sveitaþorp í grennd við námuna, á svæði sem er ríkt af kolum, hverfa af yfirborði jarðar vegna stækkunar hennar. Langt frá því. En nú, á tímum mikillar vitundarvakningar um loftslagsmál og með tilkomu samfélagsmiðla þar sem hægt er að koma skilaboðum hratt og vel um allan hnöttinn ef því er að skipta, er komið babb í bát kolafyrirtækisins. Því síðustu vikur hafa aktivistar hvaðanæva að úr heiminum þyrpst til Lützerath. Og þetta fólk lætur ekkert stoppa sig. Það ætlar með öllum ráðum að stoppa jarðýturnar.

„Það er gríðarlega gott að finna fyrir stuðningi þessarar stóru hreyfingar,“ segir David Dresen, talsmaður samtakanna All Villages Must Stay, sem berjast fyrir verndun þorpanna á þessu helsta kolasvæði Þýskalands. Samtökin starfa í þágu fólks og loftslags og hafa nú fengið mikinn liðsauka í baráttunni fyrir tilveru Lützerath.

Flestir þeir sem leggja nú mótmælunum lið eru frá Evrópulöndum. En stuðningur kemur mun víðar frá. Fólk ýmist mætir í eigin persónu og steytir hnefann eða berst fyrir málstaðnum á netinu.

Síðasti bærinn í dalnumHonum á að fórna, ásamt litla þorpinu í kring. Efst á myndinni má sjá námuna gríðarstóru.

Garzweiler-náman er eins og sviðsmynd af Tunglinu. Rétt við Lützerath blasir við ógurleg hola, allt að 200 metra djúp og um 80 ferkílómetrar að flatarmáli. Þessari stærð hefur hún náð á mörgum áratugum og á þeim tíma hafa um 20 þorp verið jöfnuð við jörðu.

Næsta þorp sem á að hljóta þau örlög er Lützerath.

Allt frá miðri 19. öld hefur verið grafið eftir kolum í Rínarlöndum, héruðunum í vestanverðu Þýskalandi. Og nú hefur síðasti bóndinn við Garzweiler-námuna selt jörð sína til þýska kolarisans RWE. Hann hefur þegar yfirgefið býlið.

Um þúsund mótmælendur eru nú samankomnir í Lützerath. Aðdragandi mótmælanna hefur þó verið langur eða um tvö ár. Í þessi tvö ár hafa nokkrir þeirra dvalið í þorpinu eða allt frá því að áform RWE voru kunngjörð. Fólkið hefur sest að í yfirgefnum húsum í þorpinu eða hafist við í trjáhúsum sem það hefur byggt á síðustu bújörðinni.

Umdeilt er hvort stækkun námunnar sé í anda háleitra loftslagsmarkmiða þýskra stjórnvalda sem stefna að því að loka kolaverum sínum á næstu árum. Það var að minnsta kosti niðurstaða þýsku hagfræðistofnunarinnar sem komst að því með rannsókn sinni árið 2021 að stækkunin bryti í bága við skuldbindingar Þjóðverja samkvæmt Parísarsáttmálanum. Í skýrslu stofnunarinnar kom fram að stefnt væri að því að draga úr kolaframleiðslu og notkun, ekki auka hana.

Í haust gerði héraðsstjórnin á svæðinu samkomulag við RWE um að draga úr kolaframleiðslu og að henni verði hætt árið 2030. Það er átta árum fyrr en fyrra samkomulag hafði gert ráð fyrir. Þetta nýja samkomulag fól í sér að fimm þorpum sem annars hefðu þurft að víkja fyrir stækkunum kolanáma yrði þyrmt. En hins vegar er Lützerath ekki þeirra á meðal. Því „þarf að fórna“ sagði efnahags- og loftslagsráðherra héraðsins af þessu tilefni. „Þótt ég hefði viljað hafa þetta öðruvísi þá verðum við að viðurkenna raunveruleikann,“ sagði ráðherrann.

Aftur horft til kolanna

Orkukrísan sem herjað hefur á Evrópuríki frá innrás rússneskra herja í Úkraínu var að ná hápunkti er samkomulagið var samþykkt. Í þeirri erfiðu stöðu fóru að heyrast raddir um að draga þyrfti úr væntingum um að ná loftslagsmarkmiðum á tilsettum tíma. Meðal annars að fresta þyrfti lokun kolavera og fýra aftur upp í þeim sem þegar var búið að loka.

Kol, kol og aftur kol. Kol voru hluti að lausninni út úr orkukrísunni. Setja þyrfti orkuöryggi á oddinn og tryggja að orkan fengist áfram á viðráðanlegu verði.

Og í ljósi alls þessa var samið við RWE um að þeir mættu stækka Garzweiler-námuna gegn því að stækka ekki allar hinar. Framtíðin ein mun leiða í ljós hvort staðið verði við það.

Mótmælendur standa andspænis hópi lögreglumanna sem eiga að sjá til þess að framkvæmdir kolarisans nái fram að ganga í Lützerath.

Claudia Kemfert, sérfræðingur í orku- og umhverfismálum hjá þýsku hagfræðistofnuninni telur ákvörðun héraðsstjórnarinnar illskiljanlega. „Rannsókn okkar sýndi svo ekki var um villst að ekki þarf að eyðileggja Lützerath. Það er nóg af kolum í þeim kolanámum sem fyrir eru.“

Hún segir hins vegar að til framtíðar litið þurfi að margfalda orkuframleiðslu í Þýskalandi til að halda orkuöryggi. En það þurfi og eigi að gerast með endurnýjanlegum orkugjöfum, þ.e. virkjun vinds og sólar. Hún gagnrýnir ennfremur skort á samráði vegna stækkunar námunnar.

Mótmælendurnir í Lützerath líta málið sömu augum. Þeir vilja að héraðsstjórnin „taki í handbremsuna“ og stöðvi allar niðurrifsframkvæmdir. Þeir benda á að Lützerath sé orðið að táknmynd þeirra erfiðleika sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir við það að hætta notkun jarðefnaeldsneytis líkt og að er stefnt í flestum ríkjum heims.

Niðurrif þorps til að grafa megi eftir kolum og hreppaflutningar fólks af þessum sökum, eigi ekki að líðast í samfélagi sem ætlar sér að verða leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu.

Lützerath er smáþorp í nágrenni síðasta bóndabæjarins á svæðinu. Allt skal víkja fyrir námunni.

Kolafyrirtækið RWE hefur eignast hvert einasta hús í þorpinu. Borgað fólki fyrir að flytja svo brjóta megi niður hús og grafa tugi metra ofan í jörðina eftir brúnkolum, þeim mest mengandi af öllum kolum. Allir íbúarnir sem þar bjuggu eru fluttir. En húsin þeirra eru ekki tóm því í þeim dvelja mótmælendur nú í tugavís.

Og þessir nýju íbúar Lützerath ætlar sér ekki að fara þrátt fyrir að lögreglan hafi verið kölluð á vettvang, myndi múr á milli þeirra og vinnuvélanna sem berja á húsunum til að brjóta þau niður. Því hefur verið sagt að það hafi frest þangað til á morgun, þriðjudag, til að yfirgefa svæðið. Ef það fari ekki sjálfviljugt verði það fjarlægt með valdi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár