Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ætlar að þjóna kjósendum – ekki flokknum og stjórnmálamönnum

Geor­ge Santos, ný­kjör­inn þing­mað­ur re­públi­kana í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings, við­ur­kenn­ir að hafa fegr­að eig­in fer­il­skrá. Það hafi ver­ið mis­tök en hann ætl­ar ekki að segja af sér þing­mennsku þrátt fyr­ir kröfu þess efn­is.

Ætlar að þjóna kjósendum – ekki flokknum og stjórnmálamönnum
„Ég segi ekki af mér“ George Santos, þingmaður Repúblikanaflokksins, laug til um menntun, starfsreynslu og einkalíf í aðdraganda þingkosninga í nóvember. Hann sér enga ástæðu til að segja af sér þingmennsku. Mynd: AFP


Tugir valdamanna innan Repúblikanaflokksins í New York, þar á meðal fjórir þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hvetja George Santos, þingmann repúblikana í ríkinu, til að segja af sér þingmennsku. Kevin McCarthy, nýkjörinn forseti fulltrúadeildarinnar, er á öðru máli.

Santos var kjörinn á þing fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í þingkosningunum í nóvember fyrir þriðja kjördæmi í New York sem samanstendur af íbúum í hluta Queens og Long Island. Skömmu fyrir jól birti New York Times umfjöllun þar sem greint var frá því að Santos laug til um starfsreynslu og menntun á ferilskrá sinni og lagði mikla áherslu á í kosningabaráttunni.   

Santos hefur við­ur­kennt að hafa hvorki unnið fyrir fjár­fest­inga­bank­ann Goldman SachsCitigroup. Þá við­ur­kenndi hann einnig að hafa ekki lokið háskóla­prófi þó fram komi fram á fer­il­skrá hans að hann hafi verið útskrifast með hæstu einkunn úr Baruch-háskóla og lokið M.B.A.-gráðu við New York-háskóla. Hvorugt er satt. 

Í kosn­inga­bar­átt­unni opnaði hann sig um móðurmissinn og sagði móður sína hafa látist í hryðjuverkaárásinni 11. september 2001. Hið rétta er að móðir hans lést árið 2016. Þá sagð­ist Santos vera gyð­ingur en hefur nú viðurkennt að hann er kaþ­ólikki. Santos útskýrði mál sitt með því að segj­ast vera „gyð­ing­leg­ur“ þar sem slíkan bak­grunn væri að finna í móð­ur­fjöl­skyldu hans.

Lygar Santos eru nú rann­sak­aðar sem glæp­sam­legt athæfi af hér­aðs­sak­sókn­ara í Nassau-­sýslu í New York-ríki sem og af alríkisyfirvöldum. Yfirvöld í Brasilíu hafa einnig tekið upp eldri rannsókn frá 2008 þar sem Santos er grunaður um að hafa stolið ávísanahefti og notað.  

Santos við­ur­kennir að hafa fegrað feril sinn og gert mis­tök en hann ætlar ekki að segja af sér þing­mennsku. „Ég er ekki glæpa­mað­ur.“

Santos veitti Fox News við­tal í byrjun árs þar sem hann ræddi við Tulsi Gabbard, fyrr­ver­andi þing­mann Demókrataflokksins. Gabbard spurði Santos meðal ann­ars hvort hann skamm­að­ist sín ekki? Santos svar­aði ekki en sagð­ist „geta sagt það sama um Demókrataflokkinn og Joe Biden Banda­ríkja­for­seta sem hefur verið að ljúga að banda­rísku þjóð­inni í 40 ár“.

 Kjósendur geta endurskoðað ákvörðun sína eftir tvö ár

Þrátt fyrir þrýsting frá fyrrum bandamönnum Santos innan flokksins um að segja af sér þingmennsku er Kevin McCarthy, nýkjörinn forseti fulltrúadeildarinnar, staðráðinn í að styðja Santos áfram sem þingmann. Auk þess hefur hann lofað honum sæti í einum af þingnefndum fulltrúadeildarinnar.

„Kjósendurnir kusu hann til að gegna þingstörfum,“ segir McCarthy. „Hann þarf að sinna kjósendum og kjósendur geta ákveðið sig að nýju eftir tvö ár.“ 

Formaður nefndar Repúblikanaflokksins í Nassau-sýslu, Joseph G. Cairo Jr., segir Santos hafi misst stuðning allra repúblikana í kjördæminu. Kosningaherferð Santos var, að mati Cairo, full af „svikum, lygum og tilbúningi“. 

„Hann vanvirti fulltrúadeildina og við teljum hann ekki tilheyra þingmannahópi okkar,“ sagði Cairo á blaðamannafundi á miðvikudag þar sem hann krafðist afsagnar Santos fyrir hönd nefndar Repúblikanaflokksins í Nassau-sýslu. 

Santos brást við á Twitter þar sem hann sagðist harðákveðinn í að þjóna kjósendum sínum, en „ekki flokknum og stjórnmálamönnunum“. 

„Ég mun EKKI segja af mér!“ 

Hefur ekki áhyggjur af formlegum kvörtunum

Tvær formlegar kvartanir hafa verið lagðar fram gegn Santos. Tveir þingmenn Demókrataflokksins hafa lagt fram beiðni um að þverpólitísk nefnd fulltrúadeildarinnar rannsaki hvort Santos hafi brotið gegn lögum þegar hann skilaði upplýsingum um fjárhagslega hagsmuni eftir tilskyldan frest og án lykilupplýsinga um bankainnistæður og fyrirtækjarekstur. 

Santos segir þingmönnum frjálst að gera það sem þeir vilja, hann hafi ekki áhyggjur þar sem hann „hefur ekki gert neitt siðferðilega rangt“. 

Þá hafa eftirlitssamtökin Campaign Legal Center sakað Santos um að nýta fjármagn sem merkt var kosningaherferð hans í persónuleg útgjöld sem og að gera ekki grein fyrir uppruna fjármagns sem hann nýtti í kosningabaráttunni. Eftirlitssamtökin hafa óskað eftir því að alríkiskjörnefnd Bandaríkjanna (FEC) taki kosningabaráttu Santos til rannsóknar. 

Þingforsetinn styður Santos en ætlar að stjórna ferðinni

 McCarthy forðaðist að tjá sig um Santos á meðan hann barðist fyrir því að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eftir fjóra langa daga í þingsalnum í síðustu viku og fimmtán atkvæðagreiðslur tókst það loks. Þingforseti er vanalega kosinn án vandkvæða með einni atkvæðagreiðslu en inn­an­flokkserjur og átök innan þing­flokks repúblik­ana flæktu málin. Þetta er í fimmtánda sinn í 234 ára sögu fulltrúadeildarinnar sem fleiri en eina umferð þarf til að kjósa þingforseta. Fara þarf 164 ár aftur í tímann til að finna svipaða stöðu en þá þurfti 44 umferðir til að kjósa þingforseta.

Þó McCarthy styðji Santos ætlar hann ekki að láta allt eftir honum. Santos fékk til að mynda ekki sæti í fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar sem hann sóttist eftir og á enn eftir að fá úthlutuðu sæti í þingnefnd. Aðspurður hvort Santos fengi sæti í einum af áhrifameiri nefndum fulltrúadeildarinnar var svar McCarthy einfalt: „Nei.“  

Þónokkrir þingmenn repúblikana virðast vera á báðum áttum með stöðu Santos. Ken Buck, þingmaður repúblikana í Colorado, segir gjörðir Santos alvarlegar en sakar demókrata um að hafa brugðist. „Ef demókratar hefðu kannað málið frekar og afhjúpað það hefðu kjósendur haft frekari upplýsingar,“ segir Buck.  

Ólíklegt verður að teljast að Santos segi af sér þingmennsku en ef það gerist þarf að efna til sérstakrar kosningar um þingsæti hans. Formaður nefndar repúblikana í Nassau-sýslu segir of snemmt að tilnefna mögulega frambjóðendur til að fylla sæti Santos. Santos er samt sem áður ekki velkominn í höfuðstöðvar Repúblikanaflokksins í New York þó svo að hann sitji enn á þingi. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
7
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu