Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Jólasóun: Gámarnir fullir af „góðu stöffi“

Ís­lend­ing­ar kaupa sér og sóa í leið­inni sí­fellt meira á sama tíma og lofts­lags­vá­in knýr fast­ar að dyr­um. Gáma­grams­ar­ar reyna að vinna gegn sóun með því að sækja mat of­an í ruslagáma ut­an við stór­mark­aði, bakarí og heild­söl­ur. Hjá Rauða kross­in­um og Góða hirð­in­um fyll­ist allt af því sem land­inn hafði síð­ast æði fyr­ir; nú síð­ast til að rýma fyr­ir jólagóss­inu.

Jólasóun: Gámarnir fullir af „góðu stöffi“
Rýmt fyrir nýjum vörum Mikið er að gera fyrir og eftir jól hjá fólki sem vinnur við að taka á móti notuðum húsgögnum, raftækjum og fatnaði. Miklu magni af ætilegum mat er einnig hent í ruslið á þessu tímabili. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nytjagámar troðfyllast fyrir og eftir jól þegar fólk er að rýma fyrir nýjum vörum heima hjá sér. Þetta á við um fatnað og alls kyns húsbúnað. Einkaneysla var „kröftug“ fyrir jól, að sögn Rannsóknarseturs verslunarinnar. Aukin neysla almennings veldur meiri sóun á ýmiss konar vörum, þar á meðal mat.  

Um þessar mundir ber vel í veiði hjá fólki sem sækir mat í gáma fyrir utan matvöruverslanir, „metuppskera í janúar“ segir kona sem hefur sótt mat í ruslagáma. Heimildin slóst í för með gámagramsara á dögunum.

Meira en milljarði tonna af mat sóað árlega

Ríflega þriðjungur þess matar sem framleiddur er fyrir Íslendinga endar í ruslinu, líkt og hjá öðrum velmegandi þjóðum. Um 14 prósentum matvæla er hent áður en þau koma til neytandans og um 17 prósent matvæla endar í ruslinu fyrir utan verslanir og á heimilum fólks sem býr við allsnægtir. Um 1,3 milljörðum tonna af mat er sóað …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðrún Bjarnadóttir skrifaði
    Misskilningur varðandi föt í nytjagáma. Allur textíll, líka götóttir sokkar, á að fara í endurvinnslugáma Rauða krossins
    2
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Ég held að það sé við hæfi að reyna að finna siðsamlegra orð en "gámagramsarar". Þarna er fólk sem á í hlut, ekki mávar.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár