Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1001. spurningaþraut: Hvernig er 1001 skrifað með rómversku letri?

1001. spurningaþraut: Hvernig er 1001 skrifað með rómversku letri?

Fyrri aukaspurning:

Frá hvaða sögulega kirkjustað er myndin hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvernig er 1001 skrifað með rómverkum tölum?

2.  Hvað kallast sagnaritið Þúsund og ein nótt yfirleitt í enskri þýðingu?

3.  Hvað heitir konan sem þar segir sögur í þúsund og eina nótt?

4.  Hvað heitir sá fyrrverandi forsætisráðherra Dana sem nú gegnir embætti utanríkisráðherra í Danmörku?

5.  Í Idol-stjörnuleit á Stöð 2, sem nú fer fram, eru fjórir dómarar. Þeir eru Birgitta Haukdal, Bríet, Daníel Ágúst, GDRN og Herra Hnetusmjör. Hér taldi ég reyndar upp fimm tónlistarmenn. Hvert þeirra er EKKI dómari í Idol-stjörnuleit að þessu sinni?

6.  Hver af þessum fimm borgum á Englandi er áberandi syðst á heimskringlunni? Birmingham, Leeds, Liverpool, Manchester, Sheffield.

7.  Lísa Pálsdótttir er nýhætt með langlífa og vinsæla þætti um arkitektúr og skipulag á Rás eitt. Hvað nefndust þættir hennar?

8.  Elsa María Jakobsdóttir frumsýndi nýlega kvikmynd sem náð hefur heilmiklum vinsældum. Hvað heitir hún? 

9.  Sus Domestcus er latneskt fræðiheiti yfir alþekkt húsdýr. Hvað köllum við dýrið á íslensku?

10.  Í gær birtist hér spurning frá Þorfinni Ómarssyni um hvaða hlutverk sömu persónu tveir amerískir kvikmyndaleikarar hefðu nýlega leikið og báðir fengið Óskarsverðlaun fyrir. En slíkt hafði raunar gerst einu sinni áður — tveir leikarar (karlar eða konur) léku sömu persónu hvor í sinni myndinni og fengu báðir Óskar fyrir. Og hlutverk hvaða persónu var það?!

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða sagnaheimi/bíómyndum/teiknimyndasögum er þessi vel tennta vera?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  MI.

2.  Arabian Nights.

3.  Sérasade.

4.  Lökke Rasmussen.

5.  GDRN er ekki dómari í Idol.

6.  Syðsta borgin er Birmingham.

7.  Flakk.

8.  Villibráð.

9.   Svín.

10.  Þeir Marlon Brando og Robert de Niro fengu báðir Óskar fyrir hlutverk Vito Corleone í myndunum Guðföðurnum 1 og 2.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin var tekin að Reykholti í Borgarfirði.

Persónan á neðri myndinni birtist í annarri eða báðum bíómyndunum sem í sameiningu eru nefndar Avatar.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár