
Sveinn Valgeirsson presturJá, mér finnst allavega eitthvert hóf á því hvað er hægt að hækka leiguna mikið. Það þarf einhver bremsa að vera á því.
Mynd: Heimildin

Sigríður Dóra hjúkrunarfræðingurJá. Það er ekki í lagi að þeir sem eru að leigja út húsnæði geti hækkað leiguna endalaust án þess að það séu einhverjar skorður á því, eins og bara Alma leigufélag til dæmis.
Mynd: Heimildin

Gísli Gíslason lögfræðingurNei, það er ég ekki. Ég held að það sé ekki gott fyrir markaðinn. Hann verður að ráða sér sjálfur. Ég held að það verði gott í smá stund en á endanum verði það vesen.
Mynd: Heimildin

Jón Guðni Kristjánsson, fyrrverandi fréttamaðurJá, ég held ég verði að segja það. Ef það er hægt að vernda hagsmuni leigjenda á einhvern annan máta, þá það, en ég veit ekki hvernig á að gera það. Húsaleiga er mikið vandamál vegna þess hvað hún er há.
Mynd: Heimildin

Anna listakonaJá. Ef það er gert fyrir leigjendur og ef það gerir fólki kleift að lifa auðveldara og betra lífi, þá já.
Mynd: Heimildin
Athugasemdir (4)