Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Við höfum verið beitt hótunum“

Efl­ing stétt­ar­fé­lag mun hefja und­ir­bún­ing verk­falls­að­gerða taki Sam­tök at­vinnu­lífs­ins ekki til­lit til sér­stakra að­stæðna verka­fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, seg­ir samn­inga­nefnd Efl­ing­ar hafa mætt ótrú­legri þver­móðsku.

„Við höfum verið beitt hótunum“
Segir málflutning formanna innan SGS „móðursýkislegar“ Kröfur Eflingar um að tekið sé tillit til hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu eru byggðar á gögnum, segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Það sé því furðulegt þegar talað er á þeim nótum að með því að fara fram á að tekið verði tillit til þess í kjarasamningsgerð sé verið að fremja einhvers konar glæp. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efling mun hefja undirbúning verkfallsaðgerða hafni Samtök atvinnulífsins tilboði stéttarfélagsins sem nú hefur verið lagt fram sem grundvelli áframhaldandi viðræðna. Tilboð Eflingar gildir til hádegis á morgun, þriðjudag.

Tilboð Eflingar hljóðar upp á kjarasamning til fimmtán mánaða, sem tæki gildi frá 1. nóvember síðastliðnum, og gilti til loka janúar 2024. Í forsendum samningstilboðsins er tilgreint að taxtalaun skuli hækka nægjanlega til að ná til baka kaupmáttarrýrnun frá síðustu launahækkun, frá því í apríl síðastliðnum, og jafnframt að kaupmáttur þeirra verði tryggður miðað við núverandi og væntanlega verðbólgu á samningstímanum.

Þá inniber samningstilboðið að taka skuli tillit til þess að húsnæðiskostnaður á samningssvæði Eflingar, sem einkum er höfuðborgarsvæðið, sé hár og hærri en á landsbyggðinni. Þannig segir að leigukostnaður sé 45 prósent hærri þar en á landsbyggðinni. Einnig eru settar fram þær forsendur að taka þurfi tillit til þess að munur sé á samsetningu félagahóps Eflingar og félagahópum stéttarfélaga á landsbyggðinni, meðal annars sé skipting milli atvinnugreina önnur og starfsaldur hjá sama fyrirtæki allt annar. Í tilboði Eflingar segir þá enn fremur að sérstök framfærsluuppbót að upphæð 15 þúsund krónur skuli bætast ofan á öll laun, en standi utan við grunnlaun, vegna hærri framfærslukostnaðar fólks á samningssvæði stéttarfélagsins.

Taxtahækkanir grunnlauna að krónutölu verða lægst 40 þúsund krónur og mest rúmar 64 þúsund krónur miðað við tilboðið og er það sagt innan þess ramma sem samið hefur verið um við aðra hópa. Þá eiga grunnlaun þeirra sem ekki taka laun eftir kauptöxtum að hækka um 33 þúsund krónur.

Segir ferlið hafa verið kostulegt

Í tilkynningu sem send var með samningstilboðinu segir að með því sé komið verulega á móts við Samtök atvinnulífsins, bæði frá upphaflegri kröfugerð sem og fyrri tilboðum í nóvember og í desember. Hins vegar er því með öllu hafnað af samninganefnd Eflingar að stéttarfélagið sé bundið af kjarasamningagerð annarra stéttarfélaga og yfirlýsingar Samtaka atvinnulífsins þar um séu í algjörri andstöðu við lagaramma íslensks vinnumarkaðar. Gefur samninganefndin sér að ríkissáttasemjari muni beita sér eins og þurfa þykir til að aðilar virði lögvarinn og sjálfstæðan samningsrétt hvors annars.

„Haldi Samtök atvinnulífsins áfram að hafna því að tekið sé tillit til augljósra staðreynda um aðstæður verkafólks á Höfuðborgarsvæðinu og lítilsvirða sjálfstæðan samningsrétt þeirra mun félagið lýsa viðræður árangurslausar og hefja undirbúning verkfallsaðgerða,“ segir í tilkynningu stéttarfélagsins.

Tilboði Eflingar var skilað inn í gærkvöldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að enn hafi ekki borist viðbrögð við því. Henni þyki þó líklegt að ríkissáttasemjari boði til fundar áður en samningstilboðið rennur út.

„Það er því ansi langt gengið hjá öðrum, þá formönnum innan Starfsgreinasambandsins, að láta eins og við séum þarna að fremja einhvern glæp“

Spurð hvort hún sé bjartsýn á að Samtök atvinnulífsins taki jákvætt í tilboðið, byggt á þeim fundum sem Efling hefur þegar átt við viðsemjendur sína, segir Sólveig Anna að ferlið til þessa hafi verið fremur kostulegt. Efling hafi sýnt mikil faglegheit í viðræðunum til þessa, verið fljót að bregðast við og tekið tillit til sjónarmiða Samtaka atvinnulífsins. „Við höfum hins vegar aldrei fengið neitt til baka. Þau hafa sýnt ótrúlega þvermóðsku í viðræðunum. Það hefur raunverulega ekki verið viðurkennt af Samtökum atvinnulífsins að Efling hafi sjálfstæðan samningsrétt. Það hefur ekki verið viðurkennt að þetta sé lýðræðislegt og lögvarið ferli á Íslandi, sem menn verði að sætta sig við að vinna eftir.“

Segir sjálfstæðan samningsrétt Eflingar ekki virtan

Sólveig bendir á að Efling sé lang stærsta einstaka félag verkafólks á landinu, verið sé að semja fyrir 21 þúsund félaga. „Það ætti auðvitað að segja sig sjálft að okkar sjálfstæði samningsréttur sé virtur, en það hefur ekki verið. Við höfum verið beitt hótunum, okkur hafa verið settir afarkostir,“ segir Sólveig og vísar þar til yfirlýsinga um að ekki sé hægt að semja við Eflingu um meiri kjarabætur en þegar hefur verið samið um við önnur stéttarfélög.

Efling hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa haldið því á lofti að framfærslukostnaður sé hærri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Sólveig Anna segir að Efling byggi þann málflutning sinn á opinberum gögnum og gögnum sem safnað hafi verið innan stéttarfélagsins. „Við byggjum á opinberum gögnum sem sýna fram á að framfærslukostnaður á höfuðborgarsvæðinu er hærri. Það er auðvitað leiðinlegt að sjá menn fara í einhverja tilraun til að stilla þessu upp sem því að Efling sé að ráðast gegn hagsmunum annarra. Auðvitað erum við ekki að því. Okkur ber einfaldlega skylda til að starfa fyrir okkar félagsfólk og þegar þetta er ljóst, með opinberum gögnum, getum við ekki annað gert. Það er því ansi langt gengið hjá öðrum, þá formönnum innan Starfsgreinasambandsins, að láta eins og við séum þarna að fremja einhvern glæp. Ég veit eiginlega ekki hvað hægt er að segja um þann málflutning, hann er svo ótrúlega langsóttur og móðursýkislegur.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu