Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

999. spurningaþraut: Og á morgun birtist þúsundasta þrautin, ef guð lofar

999. spurningaþraut: Og á morgun birtist þúsundasta þrautin, ef guð lofar

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að sjá á myndinni hér að ofan? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

***

Aðalspurningar:

1.  Donbass heitir svæði sem er innan landamæra ... hvaða ríkis?

2.  Ingi Björn Albertsson var á sínum tíma fyrst og fremst kunnur sem iðkandi hvaða íþróttar?

3.  En hann sat líka á þingi 1987-1995 fyrir þrjá flokka. Nefnið tvo þeirra til að fá stig. Ef þið hafið alla þrjá hárrétta skuluði sæma ykkur lárviðarstigi.

4.  Enid Blyton var rithöfundur. Hvers konar bækur skrifaði hún?

5.  Í hvaða heimsálfu er Zambezi fljótið?

6.  Hver skrifaði bókina um Gargantúa og Pantagrúel?

7.  Hvaða þjóð vann bronsið á HM í fótbolta karla í desember síðastliðnum?

8.  Hvað heitir langfrægasti og besti fótboltakarl þeirrar þjóðar síðastliðinn áratug?

9.  Eftir þrjá daga lýkur að kínversku tímabili ári tiltekins rándýrs af stærra taginu. Frá seinni hluta 2022 hefur sem sé verið í Kína ár ... hvaða dýrs?

10.  Dýrið sem nú tekur við í kínverska tímatalinu er talið heldur meinlausara en það sem nú er að kveðja. Vinalegt dýr, en reyndar finnst sumum það hálfgert meindýr, þótt sú sé ekki raunin á Íslandi - ennþá. Eftir þrjá daga tekur við í Kína ár ... hvað dýrs?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir karl þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Úkraínu.

2.  Fótbolta.

3.  Ingi Björn sat á þingi fyrir Borgaraflokkinn, Frjálslynda hægri flokkinn („hægri“ verður að vera með) og loks Sjálfstæðisflokkinn.

4.  Barnabækur.

5.  Afríku.

6.  Rabelais.

7.  Króatía.

8.  Modric.

9.  Tígrisdýrs.

10.  Kanínu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er eitt af Apollo-tunglförum Bandaríkjanna. „Geimfar“ dugar ekki.

Á neðri myndinni er Thomas Markle, en eftirnafn hans dugar. Hér að neðan má sjá hann á á sömu mynd, ásamt dóttur sinni Meghan.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár