Í kafbáti Jóns Kalmans: „Áfengið fer eins og sandpappír á karakterinn“

Jón Kalm­an Stef­áns­son rit­höf­und­ur til­eink­ar Ei­ríki Guð­munds­syni heitn­um, vini sín­um, nýj­ustu skáld­sögu sína. Ei­rík­ur lést í ág­úst á síð­asta ári eft­ir að hafa glímt við alkó­hól­isma um ára­bil. Í bók Jóns Kalm­ans eru áhrifa­mikl­ar lýs­ing­ar á áhrif­um alkó­hól­isma á ein­stak­linga og að­stand­end­ur þeirra.

Í kafbáti Jóns Kalmans: „Áfengið fer eins og sandpappír á karakterinn“
Áhrifamikil efnisgrein Í bók Jóns Kalmans er að finna eina áhifamestu efnisgrein sem blaðamaður hefur séð í bók eftir hann. Þar fjallar Jón Kalman um lífið og hvað einkennir það. Jón Kalman sést hér á heimili sínu í Reykjavík þar sem viðtalið við hann var tekið. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þetta gerðist á löngum tíma, eins og oft er með alkóhólista. Smám saman dimmir í kringum þá. Eins og fólk sem hefur þurft að horfa upp á vini, ættingja og maka sogast inn í þetta þekkir þá máir alkóhólismi út svipbrigði og áfengið fer eins og sandpappír á karakterinn og gerir hann svipminni. Það er þetta sem alkóhólisminn gerir,“ segir rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson, þegar hann er spurður um andlát vinar síns, Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns, sem hann tileinkar nýjustu skáldsögu sína, Gula kafbátinn. Bókin kom út fyrir jólin.  

Eiríkur, sem starfaði um árabil sem útvarpsmaður á RÚV, hafði glímt við alkóhólisma í mörg ár áður en hann lést í ágúst í fyrra einungis 52 ára að aldri. 

 „Við vorum sálufélagar í rúman aldarfjórðung, bæði í skáldskap og lífinu almennt,“ segir Jón Kalman. „Lengi vel ræddum við saman á nánast hverjum degi, annaðhvort í síma en aðallega í tölvupósti. Við …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár