„Þetta gerðist á löngum tíma, eins og oft er með alkóhólista. Smám saman dimmir í kringum þá. Eins og fólk sem hefur þurft að horfa upp á vini, ættingja og maka sogast inn í þetta þekkir þá máir alkóhólismi út svipbrigði og áfengið fer eins og sandpappír á karakterinn og gerir hann svipminni. Það er þetta sem alkóhólisminn gerir,“ segir rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson, þegar hann er spurður um andlát vinar síns, Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns, sem hann tileinkar nýjustu skáldsögu sína, Gula kafbátinn. Bókin kom út fyrir jólin.
Eiríkur, sem starfaði um árabil sem útvarpsmaður á RÚV, hafði glímt við alkóhólisma í mörg ár áður en hann lést í ágúst í fyrra einungis 52 ára að aldri.
„Við vorum sálufélagar í rúman aldarfjórðung, bæði í skáldskap og lífinu almennt,“ segir Jón Kalman. „Lengi vel ræddum við saman á nánast hverjum degi, annaðhvort í síma en aðallega í tölvupósti. Við …
Athugasemdir