Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Í kafbáti Jóns Kalmans: „Áfengið fer eins og sandpappír á karakterinn“

Jón Kalm­an Stef­áns­son rit­höf­und­ur til­eink­ar Ei­ríki Guð­munds­syni heitn­um, vini sín­um, nýj­ustu skáld­sögu sína. Ei­rík­ur lést í ág­úst á síð­asta ári eft­ir að hafa glímt við alkó­hól­isma um ára­bil. Í bók Jóns Kalm­ans eru áhrifa­mikl­ar lýs­ing­ar á áhrif­um alkó­hól­isma á ein­stak­linga og að­stand­end­ur þeirra.

Í kafbáti Jóns Kalmans: „Áfengið fer eins og sandpappír á karakterinn“
Áhrifamikil efnisgrein Í bók Jóns Kalmans er að finna eina áhifamestu efnisgrein sem blaðamaður hefur séð í bók eftir hann. Þar fjallar Jón Kalman um lífið og hvað einkennir það. Jón Kalman sést hér á heimili sínu í Reykjavík þar sem viðtalið við hann var tekið. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þetta gerðist á löngum tíma, eins og oft er með alkóhólista. Smám saman dimmir í kringum þá. Eins og fólk sem hefur þurft að horfa upp á vini, ættingja og maka sogast inn í þetta þekkir þá máir alkóhólismi út svipbrigði og áfengið fer eins og sandpappír á karakterinn og gerir hann svipminni. Það er þetta sem alkóhólisminn gerir,“ segir rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson, þegar hann er spurður um andlát vinar síns, Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns, sem hann tileinkar nýjustu skáldsögu sína, Gula kafbátinn. Bókin kom út fyrir jólin.  

Eiríkur, sem starfaði um árabil sem útvarpsmaður á RÚV, hafði glímt við alkóhólisma í mörg ár áður en hann lést í ágúst í fyrra einungis 52 ára að aldri. 

 „Við vorum sálufélagar í rúman aldarfjórðung, bæði í skáldskap og lífinu almennt,“ segir Jón Kalman. „Lengi vel ræddum við saman á nánast hverjum degi, annaðhvort í síma en aðallega í tölvupósti. Við …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár