Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

995. spurningaþraut: Fjórar, já fjórar, spurningar um fyrrum Sovétríki!

995. spurningaþraut: Fjórar, já fjórar, spurningar um fyrrum Sovétríki!

Fyrri aukaspurning:

Hvaða hús má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað þýðir skammstöfunin KR þegar um íþróttafélag í Reykjavík er að ræða?

2.  Í hvaða sagnabálki kemur Morrinn við sögu?

3.  Kýrus hinn mikli varð konungur í hvaða ríki árið 559 fyrir Krist?

4.  Melantónin heitir efni eitt sem finnst í náttúrunni og í mannslíkamanum, þar sem það hjálpar manninum að ... gera hvað?

5.  En hvers konar efni/mólekúl er melantónin annars?

6.  Faðir Hilmis Snæs leikara er vel metinn þýðandi og íslenskumaður. Hvað heitir hann?

7.   Sovétríkin leystust upp 1991. Fimmtán sjálfstæð ríki risu á rústum þeirra. Hvaða þessara ríkja er stærst?

8.  En hvað er næst stærst?

9.  Og í þriðja sæti er ... hvaða ríki?

10.  En hvað er aftur á móti minnst hinna fyrrum Sovétríkja?

***

Seinni aukaspurning:

Hverjir eru karlarnir þrír á svölunum? Hafa þarf alla þrjá rétta til að fá stig.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Knattspyrnufélag Reykjavíkur.

2.  Múmínálfunum.

3.  Persíu.

4.  Sofa.

5.  Hormón.

6.  Guðni Kolbeinsson.

7.   Rússland.

8.  Kasakstan.

9.  Úkraína.

10.  Armenía.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er listasafn Einars Jónssonar, Hnitbjörg.

Á neðri mynd eru þeir Winston Churchill, Hermann Jónasson og Sveinn Björnsson.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár