„Ég heillaði Rússana með brosinu mínu en faldi um leið símann í stígvélinu svo þeir myndu ekki drepa mig ef þeir skyldu nú hafa ákveðið að leita á mér. Sem betur fer þeir gerðu það aldrei. Ég held að þá gruni ekki svona litla og krúttlega konu eins og mig.“
Svona lýsir Oleksandra Mezinova, rífleg fimmtug kona sem staðið hefur vaktina vegna innrásar Rússa í Úkraínu undanfarið árið. Hin brosmilda og lífsglaða Oleksandra hefur staðið í ströngu á nokkrum vígstöðvum, bókstaflega, án þess þó að vopnast.
Hún hefur sem sem eigandi að Sirius dýraathvarfinu, í þorpinu Fedorikva norður af Kænugarði, tekið við miklum fjölda dýra sem lent hafa á vergangi vegna innrásarinnar. Hún, ásamt fimmtán starfsmönnum, 3.200 hundum, 180 köttum, þremur kindum og tveim hænum lokuðust inni við víglínu átakanna, þegar Rússar sátu um Kyiv á upphafsdögum innrásarinnar í byrjun mars.
Athugasemdir