Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

992. spurningaþraut: Hver var heilagur Loðvík?

992. spurningaþraut: Hver var heilagur Loðvík?

Fyrri aukaspurning:

Hver er sú unga leikkona sem hér má sjá í einu af fyrstu hlutverkum sínum fyrir 31 ári?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var forsætisráðherra Breta á árunum 2019-2022?

2.  Hvaða dag í hitteðfyrra urðu óeirðir í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna?

3.  Hver er mesta á Íslands sem kennd er við kvikfénað af einhverju tagi?

4.  Halla Hrund Logadóttir var skipuð í mikilvægt opinbert embætti í júlí 2021 og hefur gegnt því síðan. Hún var fyrsta konan sem gegnt hefur þessu starfi. Halla Hrund er sem sé ... hvað?

5.  St.Louis heitir borg ein í Bandaríkjunum sem kennd er við dýrling kaþólsku kirkjunnar sem hét Louis eða Loðvík sem uppi var á 13. öld. Hvaða starfa hafði þessi Loðvík sem kirkjan gerði að dýrlingi og borgin var svo seinna kennd við?

6.  Í hvaða ríki Bandaríkjanna ætli borgin St. Louis sé annars niðurkomin?

7.  Hvernig var Moby Dick á litinn?

8.  Hvaða dýrategund var Moby Dick, nákvæmlega tilgreint?

9.  Við hvað starfar Marius von Mayenburg?

10.  Á undanförnum misserum hefur athygli fólks erlendis í auknum mæli beinst að þjóðfélagshópi sem kallaður er á ensku „incels“ en það er raunar skammstöfun á því sem einkennir hópinn. Sumum er illa við að vera nefndir til sögu í þessum hópi en aðrir gangast fúslega við því. Athyglin hefur ekki síst beinst að hópnum vegna vangaveltna um hvort einstaklingar innan hans séu hættulegir. Hverjir eru incels?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir staðurinn sem rauða merkir bendir á?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Boris Johnson.

2.  6. janúar.

3.  Þjórsá.

4.  Orkumálastjóri.

5.  Hann var Frakkakóngur.

6.  Missouri.

7.  Hvítur.

8.  Búrhvalur.

9.  Hann leikritahöfundur.

10.   Incels er skammstöfun fyrir „involuntary celibate“ og er notað um manneskjur (nær eingöngu karlmenn) sem eru gramir og ósáttir við að njóta ekki hylli gagnstæða kynsins (kvenna) og finnst það ýmist vera samfélaginu eða konum að kenna. Allmargir þeirra sem fremja tilefnislausar skotárásir í Bandaríkjunum teljast til incels.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Gwyneth Paltrow.

Á neðri myndinni er spurt um Hornbjarg.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár