Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

992. spurningaþraut: Hver var heilagur Loðvík?

992. spurningaþraut: Hver var heilagur Loðvík?

Fyrri aukaspurning:

Hver er sú unga leikkona sem hér má sjá í einu af fyrstu hlutverkum sínum fyrir 31 ári?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var forsætisráðherra Breta á árunum 2019-2022?

2.  Hvaða dag í hitteðfyrra urðu óeirðir í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna?

3.  Hver er mesta á Íslands sem kennd er við kvikfénað af einhverju tagi?

4.  Halla Hrund Logadóttir var skipuð í mikilvægt opinbert embætti í júlí 2021 og hefur gegnt því síðan. Hún var fyrsta konan sem gegnt hefur þessu starfi. Halla Hrund er sem sé ... hvað?

5.  St.Louis heitir borg ein í Bandaríkjunum sem kennd er við dýrling kaþólsku kirkjunnar sem hét Louis eða Loðvík sem uppi var á 13. öld. Hvaða starfa hafði þessi Loðvík sem kirkjan gerði að dýrlingi og borgin var svo seinna kennd við?

6.  Í hvaða ríki Bandaríkjanna ætli borgin St. Louis sé annars niðurkomin?

7.  Hvernig var Moby Dick á litinn?

8.  Hvaða dýrategund var Moby Dick, nákvæmlega tilgreint?

9.  Við hvað starfar Marius von Mayenburg?

10.  Á undanförnum misserum hefur athygli fólks erlendis í auknum mæli beinst að þjóðfélagshópi sem kallaður er á ensku „incels“ en það er raunar skammstöfun á því sem einkennir hópinn. Sumum er illa við að vera nefndir til sögu í þessum hópi en aðrir gangast fúslega við því. Athyglin hefur ekki síst beinst að hópnum vegna vangaveltna um hvort einstaklingar innan hans séu hættulegir. Hverjir eru incels?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir staðurinn sem rauða merkir bendir á?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Boris Johnson.

2.  6. janúar.

3.  Þjórsá.

4.  Orkumálastjóri.

5.  Hann var Frakkakóngur.

6.  Missouri.

7.  Hvítur.

8.  Búrhvalur.

9.  Hann leikritahöfundur.

10.   Incels er skammstöfun fyrir „involuntary celibate“ og er notað um manneskjur (nær eingöngu karlmenn) sem eru gramir og ósáttir við að njóta ekki hylli gagnstæða kynsins (kvenna) og finnst það ýmist vera samfélaginu eða konum að kenna. Allmargir þeirra sem fremja tilefnislausar skotárásir í Bandaríkjunum teljast til incels.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Gwyneth Paltrow.

Á neðri myndinni er spurt um Hornbjarg.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár