Ég hef ekki gaman af spennandi fótboltaleikjum. Hinn fullkomni fótboltaleikur að mínum dómi hefst á því að „mitt lið“ skorar þrjú mörk, hvert öðru glæsilegra, snemma leiks. Þá þarf varla að hafa miklar áhyggjur af því hvernig leikurinn fer og hægt að dást að fimlegri uppbyggingu sóknarleiks minna manna og snilldarsendingum. Svo má hitt liðið skora eins og eitt eða jafnvel tvö mörk til að halda mínu liði við efnið og koma í veg fyrir að það verði of værukært. Mitt lið á svo helst að bæta einu, tveimur mörkum í lokin. Þannig eru vel heppnaðir fótboltaleikir að mínu mati.
Lengi vel virtist úrslitaleikurinn á HM um daginn ætla að fylgja þessari góðu formúlu. Mitt lið, Argentína, var 2-0 yfir gegn Frökkum þegar aðeins 10 mínútur voru eftir. Messi og strákarnir hefðu sem sé vel mátt hafa skorað eitt mark enn en ég hélt orðið að 2-0 myndi duga, þegar …
Athugasemdir (1)