Gömul á besta mögulega hátt

Að lesa þessa skáld­sögu er eins og að stíga inn til frænd­fólks sem þú viss­ir ekki að þú ætt­ir og ráfa um ein­kenni­legt heim­ili þar sem engu hef­ur nokkru sinni ver­ið fleygt og ekk­ert nýtt keypt held­ur.

Gömul á besta mögulega hátt
Bók

Ég var nótt­in

Reykjavíkursaga
Höfundur Einar Örn Gunnarsson
Ormstunga
224 blaðsíður
Gefðu umsögn

Að lesa þessa skáldsögu er eins og að stíga inn til frændfólks sem þú vissir ekki að þú ættir og ráfa um einkennilegt heimili þar sem engu hefur nokkru sinni verið fleygt og ekkert nýtt keypt heldur. Þar finnurðu skrítin, einhvern veginn óhugnanleg, plötuumslög, rykfallin frímerkjasöfn, viðarklætt sjónvarp og útvarp í stíl á stærð við kommóðu, innbundnar bækur um miðilsfundi, dulrænar frásagnir og efni andlegs eðlis, heilu stæðurnar af gulnuðum dagblöðum. Rykið þyrlast upp af mynstruðu móbrúnu og gylltu gólfteppi sem gleypir tærnar á þér þegar þú gengur framhjá gríðarstóru pípuorgeli með mynd af Jesúm Kristi hangandi fyrir ofan, við hliðina á einhverjum karli sem hlýtur að hafa verið forseti einhvern tímann, sjómanni í gulum stakk og einhverju afskaplega vansælu smábarni með svona ljómandi tár á hvörmum. Kannski finnurðu einmitt þessa sömu skáldsögu þarna inni, því hún virðist í raun og sanni hafa verið skrifuð fyrir þrjátíu árum og safnað …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár