Fyrsti háskólakúrs rúmlega tvítugs gutta í bókmenntafræði undir lok síðustu aldar. Ég er nýkominn að norðan þegar prófessorinn tekur á móti okkur. Yngsti prófessorinn í deildinni, mögulega undrabarn. Sumir kalla hann hinn íslenska Byron lávarð, ég var ekki nógu vel lesinn í enskum bókmenntum til að skynja sannleiksgildi þess, ég kynntist Byron betur síðar.
En þá hefði mig ekki dreymt um að Guðni þessi Elísson myndi skrifa fallega litla bók um pólska stelpu á Vestfjörðum aldarfjórðungi síðar. Ég hafði hins vegar búist við bók um strák sem vissi allt um bókmenntasögu fyrri alda á Bretlandseyjum. En Guðni gerði bæði í sömu bók, lítilli bók sem heitir Brimhólar.
Þegar ég lærði mín fræði þá deildum við Guðni Elísson stundum sömu fagurfræði, stundum ekki. Eins og gengur. Við höfum alltof sjaldan talað almennilega saman eftir þessi ár sem hann fræddi mig og gaf mér einkunnir fyrir misgáfulegar ritgerðir – en þegar við …
Athugasemdir