Bræðurnir bera sig vel þótt dagarnir séu misgóðir. Síðasta ár hefur verið erfitt, eftir að þeir urðu munaðarlausir á aðventunni. Þegar þeir Elías Aron, Gunnlaugur Örn og Brynjar Pálmi Árnasynir greindu frá aðstæðum sínum í viðtali við Stundina í upphafi árs voru aðeins nokkrar vikur liðnar frá því að þeir misstu móður sína, nóttina eftir að faðir þeirra var jarðaður. Í kjölfarið fengu sá elsti og yngsti inni hjá stuðningsfjölskyldu hér í Reykjavík en miðjubarnið var sent út á land í fóstur. Fram undan eru tímamót, því eftir áramót verður sá átján ára og þarf að fara að standa á eigin fótum.
Stundum leiðir og reiðir
Elías er elstur þeirra bræðra, nítján ára. Næstur í röðinni er Gunnlaugur, sautján ára. Brynjar er yngstur, fimmtán ára. Yngri bræðurnir svara því til að þeir séu „bara góðir“ þegar þeir eru spurðir hvernig þeir hafi það. Svar elsta bróðurins er örlítið annað: „Þetta …
Athugasemdir (4)