Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Bræðurnir urðu munaðarlausir á aðventunni: „Maður minnist foreldra sinna á þessum tíma“

Ár er lið­ið frá því að bræð­urn­ir Elías Aron, Gunn­laug­ur Örn og Brynj­ar Pálmi Árna­syn­ir urðu mun­að­ar­laus­ir á að­vent­unni. Enn eru að­stæð­ur þeirra í lausu lofti og óljóst hvað verð­ur.

Bræðurnir bera sig vel þótt dagarnir séu misgóðir. Síðasta ár hefur verið erfitt, eftir að þeir urðu munaðarlausir á aðventunni. Þegar þeir Elías Aron, Gunnlaugur Örn og Brynjar Pálmi Árnasynir greindu frá aðstæðum sínum í viðtali við Stundina í upphafi árs voru aðeins nokkrar vikur liðnar frá því að þeir misstu móður sína, nóttina eftir að faðir þeirra var jarðaður. Í kjölfarið fengu sá elsti og yngsti inni hjá stuðningsfjölskyldu hér í Reykjavík en miðjubarnið var sent út á land í fóstur. Fram undan eru tímamót, því eftir áramót verður sá átján ára og þarf að fara að standa á eigin fótum. 

Stundum leiðir og reiðir 

Elías er elstur þeirra bræðra, nítján ára. Næstur í röðinni er Gunnlaugur, sautján ára. Brynjar er yngstur, fimmtán ára. Yngri bræðurnir svara því til að þeir séu „bara góðir“ þegar þeir eru spurðir hvernig þeir hafi það. Svar elsta bróðurins er örlítið annað: „Þetta …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár