Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þúsundasta spurningaþrautin: Nú er komið að ykkur!

Þúsundasta spurningaþrautin: Nú er komið að ykkur!

Þá er komið að þúsundustu spurningaþrautinni.

Í tilefni dagsins leitaði ég til nokkurra þeirra sem leysa þrautina reglulega í morgunsárið og bað um spurningar frá þeim.

Þeim fylgdu tilmæli um að spurningarnar væru þokkalega þungar og máttu gjarnan tengjast áhugasviði eða vinnu viðkomandi. Og þær fylgja því hér á eftir, og aðalspurningarnar eru raunar ellefu en ekki tíu eins og venjulega.

***

Fyrri aukaspurning kemur frá Jóni Óskari myndlistarmanni sem birtir portrett-mynd eftir sjálfan sig hér að ofan með þessum skilaboðum:

Þetta er mynd af einum snjallasta sniper (leyniskyttu) GGRN flokksins í Counter-Strike um síðustu aldamót. Í dag er hann einn fyrirferðarmesti álitsgjafi internetsins. Hvað heitir hann? Rétt er að vekja athygli á því að myndin heitir Rooster.

***

1.  Björn Friðgeir Björnsson spyr:

Hús eitt í Reykjavík hefur lengst af borið nafnið Esjuberg þó það hafi raunar verið betur þekkt vegna starfsemi sem þar var áratugum saman. Húsið var reist 1916 en umrædd starfsemi var í húsinu 1952-2000 þegar húsið var selt og hefur síðan verið heldur vanrækt. En hvaða stofnun hafði aðsetur í húsinu þessi rétt tæpu 50 ár, 1952-2000?

***

2.  Elínrós Eiríksdóttir spyr:

Waldorf-stefnan í menntamálum er nokkuð útbreidd. Hvað hét upphafsmaður hennar?

***

3.  Hrafn Þorgeirsson spyr:

Í júlí 1956 þjóðnýttu Egyptar alþjóðlegt félag sem sá um rekstur Súesskurðarins. Þrjú ríki sendu þá herlið til Egyptalands til að endurheimta yfirráð vesturveldanna yfir skurðinum og um leið hrekja frá völdum forseta Egyptalands. Stríðinu lauk fljótlega með ósigri Egypta, enda við ofurefli að etja. Hver voru þessi ÞRJÚ ríki?

***

4.  Ragnhildur Sverrisdóttir spyr:

Guðmundur J. Guðmundsson, öðru nafni Gvendur Jaki, var ungur verkamaður þegar Einar Jónsson myndhöggvari bað hann að sitja fyrir vegna Kristslíkneskis sem hann var að gera. Þannig voru axlir Jakans, handleggir og hendur meitlaðar í stein. En hvert leitaði Einar hins vegar eftir innblæstri fyrir andlitsfall Kristsmyndinnar?

***

5.  Þórunn Hreggviðsdóttir spyr:

Hvað heitir höfuðborg Moldovu?

***

6.  Örn Úlfar Sævarsson spyr:

Hvaða vinsæli matur eða hráefni hefur þá sérstöðu að kvenmannsnafnið Inga kemur tvisvar fyrir í heiti matarins?

***

7.  Ólafur Stephensen spyr:

Tveir fyrrverandi meðlimir popphljómsveitarinnar góðkunnu The Beatles léku á hljóðfæri á plötu Electric Light Orchestra, Zoom, sem út kom 2001. Nefna þarf báða til að fá stig!

***

8.  Silja Aðalsteinsdóttir spyr:

Tveir höfundar hafa skrifað um ævi Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Hverjir eru þeir? — Og svo er sérstakt Skriðuklaustursstig fyrir að vita hver var líka að skrifa slíka ævisögu um Gunnar en lifði ekki að klára hana!

***

9.  Hallfríður María Pálsdóttir spyr:

Hvar í líkamanum er svokölluð mandla?

***

10.  Sigurjón Vilhjálmsson spyr:

Grænn, gulur og rauður eru ansi algengir litir í fánum Afríkuríkja. Raunar er það svo að einungis tvö ríki í álfunni hafa fána þar sem ENGINN af þessum þrem litum kemur fyrir. Nefnið annan fánann til að fá stig, en ef þið getið bæði fáiði sérstakt fánastig!

***

Og loks er svo hin sérstaka „ellefta spurning“ sem gefur að auki lárviðarstig. Ég fékk hana frá þeim hjónum Ásmundi Helgasyni og Elínu R. Ragnarsdóttur.

Hún er svona:

„Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.“ — „Ber er hver á bakinu nema sér bróður eigi.“ — Í hvaða tveimur Íslendingasögum koma þessar nánast samhljóða setningar fyrir?

Og fyrir eitt (!) lárviðarstig: Hver sagði þetta um hvern — í hvorri sögu?

***

Og svo er það seinni aukaspurningin, sem kemur frá Þorfinni Ómarssyni.

Á samsettu myndinni hér að neðan má sjá tvo leikara sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið til Óskarsverðlauna fyrir túlkun á einni og sömu persónunni en í tveimur ólíkum myndum og með nokkurra ára millibili. Slíkt hafði aðeins einu sinni gerst áður, að tveir leikarar (karlar eða konur) fengju Óskarsverðlaun fyrir að túlka sömu persónuna, hvor í sinni bíómynd. En hvað heita leikararnir tveir á myndinni hér að neðan, hver var persónan sem þeir léku báðir og í hvaða bíómyndum unnu þeir til verðlauna sinna? Þetta eru sem sé fimm atriði og þau verða ÖLL að vera rétt til að fá eitt stig!

***

Og svörin við aðalspurningum eru:

1.  Borgarbókasafnið.

2.  Rudolf Steiner.

3.  Bretland, Frakkland og Ísrael. 

4.  Líkklæðið í Tórínó, sem svo er kallað. 

Líkklæðið frá Tórínó t.v., Kristsmynd Einars t.h.

5.  Chișinău.

6.  Kjúklingabringa.

7.  George Harrison og Ringo Starr.

8.  Jón Yngvi Jóhannesson og Halldór Guðmundsson skrifuðu um ævi Gunnars. — Skriðuklaustursstigið: Sveini Skorra Höskuldssyni auðnaðist ekki að klára sína bók en Jón Yngvi og Halldór notuðu drög hans í sínum skrifum.

9.  Í heilanum.

10.  Þetta eru fánar Sómalíu og Botsvana.

Fánar Sómalíu (ofar) og Botsvana (neðar).

11.  Setningin kemur fyrir í Njálu og Grettissögu. — Kári segir þetta um Björn í Mörk í Njálu, Grettir um Illuga bróðir sinn í Grettissögu.

***

Svar við fyrri aukaspurningu:

Jakob Bjarnar blaðamaður. 

Jakob Bjarnar bókmenntafræðingur og blaðamaður

Svar við seinni aukaspurningu:

Heath Ledger (The Dark Knight) og Joaquin Phoenix (Joker) fengu báðir Óskar fyrir að leika Jókerinn.

***

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár