Linda Vilhjálmsdóttir stendur ekki við ljóðafæribandið blóðug upp að öxlum og dælir út doðröntum. Lesandi hefur á tilfinningunni (og það er sérlega góð tilfinning þegar ljóð eru annars vegar) að hvert orð sé vandlega ígrundað, að ekki sé rasað um ráð fram, skáldskapurinn fái sinn tíma til þess að vaxa fram, alveg á sínum náttúrulega hraða.
Humm er níunda ljóðabók Lindu. Hún er fínleg í útliti, eins og hennar bækur eru jafnan, og á kápunni lítill hluti af útsaumsmynd. Tvær konur að dansa. Eða eru þær að glíma? Togast á?
Í fyrsta hluta verksins er breytinga- og óvissutíð. Lýst er veðrabrigðum sem hafa áhrif á sinnið. Hugurinn hvarflar til bernskunnar og fylgst með „stelpunni“, yngra sjálfi ljóðmælandans. Stelpan er einmana og „í mótvindi og myrkri ár eftir ár“. Hún þorir ekki að láta ljós sitt skína, kemst ekki í liðið, réttir ekki upp hönd.
Veðurmyndmál er áberandi og það er …
Athugasemdir