Eigandi laxeldisfyrirtækisins Salmar, sem á meirihluta í Arnarlaxi á Bíldudal, er ríkasti maður Noregs árið 2022. Um er að ræða Gustav Magnar Witzøe, son stofnanda Salmar, sem er nafni sonarins. Gustav Magnar á tæplega 20 milljarða norskra króna, nærri 282 milljarða króna, samkvæmt skattalistum sem norskir fjölmiðlar fjalla um í dag. Síðastliðin ár hefur Gustav Magnar verið ofarlega, eða efstur, á auðlegðarlistanum í Noregi.
Gustav Magnar á meirihluta í Salmar í gegnum fjárfestingarfélagið Kverva en laxeldisfyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi. Faðir hans er stjórnarformaður Salmar og var lengi forstjóri þess. Samkvæmt fréttum í norskum fjölmiðlum ræður faðir hans því sem hann vill í Salmar.
Kemur ekkert að rekstrinum
Í frétt Dagens Næringsliv í dag kemur fram að Gustav Magnar sé 29 ára, starfi sem módel í New York og veiti sjaldan viðtöl. Faðir hans, Gustav Witzøe eldri, ákvað að arfleiða son sinn að fyrirtækinu árið 2006. Sonurinn …
landeldi en ekki sjóeldi, nema lengst á hafi úti.