Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Er ríkasti maður Noregs 2022 og stærsti eigandi laxeldis á Íslandi

Lax­eldiserf­ing­inn Gustav Magn­ar Witzøe, eig­andi Salm­ar, á rúm­lega 380 millj­arða ís­lenskra króna. Hann er efst­ur á lista yf­ir skatt­greið­end­ur í Nor­egi. Salm­ar er stærsti hags­muna­að­il­inn í lax­eldi á Ís­landi sem stærsti eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal.

Er ríkasti maður Noregs 2022 og stærsti eigandi laxeldis á Íslandi
Stærsti óbeini eigandi Arnarlax Gustav Magnar Witzøe, sonur stofnanda Salmar, er stærsti óbeini eigandi Arnarlax á Bíldudal. Hann er ríkasti maður Noregs í dag.

Eigandi laxeldisfyrirtækisins Salmar, sem á meirihluta í Arnarlaxi á Bíldudal, er ríkasti maður Noregs árið 2022. Um er að ræða Gustav Magnar Witzøe, son stofnanda Salmar, sem er nafni sonarins. Gustav Magnar á tæplega 20 milljarða norskra króna, nærri 282 milljarða króna, samkvæmt skattalistum sem norskir fjölmiðlar fjalla um í dag. Síðastliðin ár hefur Gustav Magnar verið ofarlega, eða efstur, á auðlegðarlistanum í Noregi. 

Gustav Magnar á meirihluta í Salmar í gegnum fjárfestingarfélagið Kverva en laxeldisfyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi. Faðir hans er stjórnarformaður Salmar og var lengi forstjóri þess. Samkvæmt fréttum í norskum fjölmiðlum ræður faðir hans því sem hann vill í Salmar. 

Kemur ekkert að rekstrinum

Í frétt Dagens Næringsliv í dag kemur fram að Gustav Magnar sé 29 ára, starfi sem módel í New York og veiti sjaldan viðtöl. Faðir hans, Gustav Witzøe eldri, ákvað að arfleiða son sinn að fyrirtækinu árið 2006. Sonurinn …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Ég sá sjónvarpsviðtal við mann sem hélt því fram að sjóeldi væri hættulegt vegna þess að það losnuðu plastagnir úr rörunum sem færa fóðri út í kerin og mengduðu þannig sjóinn. En hann minntist ekkert á að laxinn æti fóðrið og þar sem plastagnirnar með. Það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort þessi leið plastagnanna sé ekki mun hættulegri en það sem fer í sjóinn. Það er í mínum huga miklu hættulegra fyrir laxinn í kerjunum heldur en fiskinn í sjónum. Ég veit ekki hvort maðurinn í sjónvarpsviðtalinu er að fara með rétt eða rangt mál um plastagnirnar en það er alveg ástæða til athuga þetta. Það er kannski búið að mæla plastinnihald í eldislaxi. Ef einhver veit meira um þetta væri áhugavert að fá upplýsingar. Matvælastofnun er kannski búin að mæla þetta?
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Laxeldi á ekki að vera við strendur Íslands, það á að vera á landi,
    landeldi en ekki sjóeldi, nema lengst á hafi úti.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu