Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Nýr færeyskur fjölmiðill: „Löngu tímabært“

Þrír fyrr­ver­andi starfs­menn Kringvarps­ins í Fær­eyj­um hættu hjá rík­is­miðl­in­um og stofn­uðu sinn eig­in mið­il í sam­starfi við dansk­an rann­sókn­ar­blaða­mann. Í sam­tali við Stund­ina segja þau þörf­ina á gagn­rýn­inni og öfl­ugri rann­sókn­ar­blaða­mennsku sjald­an meiri en ein­mitt núna.

Nýr færeyskur fjölmiðill: „Löngu tímabært“
Blása í herlúðra Jan Lamhauge, Barbara Holm og Rólant Waag eru aðstandendur hins nýja færeyska fjölmiðils Frihedbrevet. Öll hafa þau komið að rannsókn og umfjöllun stærstu fréttamála eyjanna undanfarin ár. En það hefur líka kostað sitt og nú telja þau fullreynt að sinna slíkri blaðamennsku í núverandi fjölmiðlaumhverfi. Mynd: frihedsbrevet.fo

„Þetta er okkar tilraun til þess að geta með góðu móti sinnt blaðamennsku sem við viljum og teljum að þurfi að sinna hér, sem er rannsóknarblaðamennska. Að forsvarsmenn Frihedsbrevet í Danmörku hafi verið til í þetta var bara of gott til að sleppa því,“ segir Barbara Holm, ritstjóri nýs færeysks vefmiðils, frihedsbrevet.fo, sem hleypt var af stokkunum þann 1. desember.

Ný tilraun í Færeyjum

Vefmiðillinn er áskriftarmiðill sem veitir eingöngu aðgang til áskrifenda en birtir ekki auglýsingar.

„Það er nýtt að fjölmiðill hér fjármagni sig með áskrift eingöngu, en ekki auglýsingum. Sérstaklega á netinu, en okkur finnst það tilraunarinnar virði og við sjáum hvernig það hefur gefist hjá Frihedsbrevet í Danmörku, auk þess sem það er það form sem er að taka yfir víðs vegar um heiminn,“ segir Barbara, sem leggur áherslu á að með því að hafna bæði auglýsingum og opinberum styrkjum, telji þau sig geta varðveitt betur sjálfstæði …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár