Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jón Baldvin dæmdur fyrir kynferðislega áreitni

Jón Bald­vin Hanni­bals­son hlaut tveggja mán­aða skil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm fyr­ir að hafa áreitt Car­men Jó­hanns­dóttt­ur kyn­ferð­is­lega ár­ið 2018. Car­men seg­ir dóm­inn sig­ur fyr­ir fjölda annarra kvenna. Jón Bald­vin hyggst sækja um áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar.

Jón Baldvin dæmdur fyrir kynferðislega áreitni
Glöð fyrir hönd hinna kvennanna Carmen segir að að með dómnum hafi náðst fram réttlæti fyrir miklu fleiri en bara hana.

Jón Baldvin Hannibalsson var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa áreitt Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega. Með dómnum í dag er niðurstöðu héraðsdóms frá því í nóvember á síðasta ári snúið en þar var Jón Baldvin sýknaður. Carmen segir dóminn sigur fyrir fjölda annarra kvenna sem Jón Baldvin hafi brotið gegn. „Það þarf að stoppa þennan mann af því hann hættir ekki.“

Jón Baldvin var dæmdur fyrir að hafa hinn 16. júní árið 2018 strokið rass Carmenar utan klæða þar sem hún var gestkomandi á heimili hans í Salobreña á Spáni ásamt móður sinni og fleira fólki. Stundin greindi í byrjun árs 2019 frá framburði Carmenar auk fleiri kvenna sem báru að Jón Baldvin hefði áreitt sig kynferðislega.

Carmen var gestkomandi á heimili Jóns Baldvins og Bryndísar Schram, eiginkonu hans, í júní 2018 ásamt móður sinni, Laufeyju Ósk Arnórsdóttur. Carmen lýsti því í viðtalinu í Stundinni að þegar hún hafi staðið upp við matarborð í húsinu og skenkt í glös á borðinu, „þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn. Og ekkert bara rétt aðeins, heldur upp og niður strjúka á mér rassinn.“

„Það þarf að stoppa þennan mann af því hann hættir ekki“
Carmen Jóhannsdóttir
Um Jón Baldvin Hannibalsson

Í samtali við Stundina eftir að dómurinn var upp kveðinn sagðist Carmen mjög glöð með niðurstöðuna, og það væri mikill léttir að geta sett punkt aftan við málið, eftir rúm fjögur ár. „Ég er virkilega ánægð, ég er eiginlega ennþá að melta þetta en já, ég er mjög, mjög ánægð. Þarna er verið að viðurkenna að hann braut á mér og réttlætinu er núna fullnægt.“

Carmen segir að dómurinn sem nú er fallinn yfir Jóni Baldvini sé ekki bara viðurkenning á því áreiti sem hún varð fyrir af hans hendi, dómurinn sé líka sigur fyrir fjölda annarra kvenna sem hafa borið að Jón Baldvin hafi áreitt þær og brotið gegn þeim. „Það gerði þetta allt þess virði, að réttlætið hafi náð fram að ganga. Fórnarlömb hans eru svo mörg og þær konur gátu aldrei gert neitt til að sækja réttlætið sér til handa. Ég er því virkilega glöð fyrir þeirra hönd.“

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins, staðfesti í samtali við Stundina að óskað yrði eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar þangað. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Of lítið og of seint!
    Þetta skítseyði lifir á forni frægð sem er ekki sæmandi hvort sem er hér eða annarstaðar.
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Vonandi verður þetta manninum vænleg lexa.

    Sennilega of seint að búast við bata hjá honum eða meðvirkri eiginkonunni
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár