Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vinstri græn njóta lítils stuðnings þeirra sem lægstar hafa tekjurnar

Sam­fylk­ing­in rýk­ur upp í fylgi í nýrri skoð­ana­könn­un Maskínu. Rík­is­stjórn­in myndi falla ef geng­ið yrði til kosn­inga nú og nið­ur­stöð­ur yrðu eins og könn­un­in gef­ur til kynna.

Vinstri græn njóta lítils stuðnings þeirra sem lægstar hafa tekjurnar
Fylgið rjátlast af VG Fylgi Vinstri grænna hefur sigið niður á við jafnt og þétt frá alþingiskosningunum síðastliðið haust, ef marka má kannanir Maskínu. Mynd: Kenzo TRIBOUILLARD / AFP

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur myndi falla ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja mælist 43,7 prósent í könnuninni. Í alþingiskosningunum 2021 fengu ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt 54,4 prósent atkvæða.

Raunar hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna í flestum tilvikum mælst undir 50 prósentum frá kosningnum í septembera 2021 í könnunum Maskínu. Lægst mældist fylgi flokkanna í maí síðastliðnum, 42,3 prósent.

Samfylkingin því sem næst tvöfaldar fylgi sitt frá kosningum

Helstu tíðindi könnunarinnar eru að Samfylkingin tekur mikið stökk uppá við. Flokkurinn mælist nú með 19 prósent stuðning og nartar í hælana á Sjálfstæðisflokknum, sem er eftir sem áður stærstur flokka, nýtur 21,8 prósenta stuðnings. Fylgi Samfylkingarinnar eykst um 4,6 prósentustig frá síðustu könnun sem gerð var í októbermánuði. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar örlítið, um eitt prósentustig frá sömu könnun. Sé horft á úrslit kosninganna síðasta haust mælist Samfylkingin nú með 9 prósentustiga meiri stuðning en kom upp úr kjörkössunum á meðan að Sjálfstæðisflokkurinn sígur um 2,6 prósentustig.

Ekki eru mjög miklar breytingar á fylgi annarra flokka milli kannanna. Framsóknarflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn, og nýtur fylgis 14,8 prósenta þeirra sem afstöðu taka. Það er því sem næst sama fylgi og mældist í síðustu könnun en 2,5 prósentustigum lægra en úrslit kosninganna.

Fylgi Pírata dalar lítið eitt milli kannana, um tæpt prósentustig, og mælist nú 13,4 prósent. Það er tæpum fimm prósentustigum hærra en sá stuðningur sem flokkurinn naut í síðustu kosningum. Viðreisn mælist nú með 9 prósenta fylgi, eilítið minna en í síðustu könnun, en litlu meira en niðurstaða kosninganna síðasta haust gaf.

Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist nú með stuðning 7,1 prósents þeirra sem afstöðu taka. Það er eilítið lægra en í síðustu könnun en fylgi flokksins hefur fallið jafnt og þétt frá kosningum, þar sem flokkurinn hlaut 12,6 prósent atkvæða.

Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn mælast báðir með 5 prósenta fylgi og níundi flokkurinn sem mældur er, Miðflokkurinn, nýtur fylgis 4,9 prósenta aðspurðra. Fylgi Sósíalista dalar um 1,5 prósent frá fyrri könnun en er tæpu prósentustigi hærra en var í kosningunum. Fylgi Miðflokksins er á svipuðu róli og í síðustu könnun og sömuleiðis á svipuðu róli og úrslit kosninganna. Fylgi Flokks fólksins mælist hins vegar tæpum fjórum prósentustigum lægra en útkoma kosninganna.

Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi yngstu kjósendanna

Sé litið til bakgrunns þátttakenda má sjá að Vinstri græn njóta töluvert meira fylgis kvenna heldur en karla, 9,1 prósent stuðningsmanna flokksins eru konur en 5,2 prósent karlar. Þessi hlutföll snúast við sé horft til þeirra sem lýsa yfir stuðningi við Miðflokkinn en 6,6 prósent þeirra sem styðja hann eru karlar á móti 3,1 prósentum kvenna.

Samfylkingin nýtur mest fylgis í elsta aldurshópnum, 60 ára og eldri, en í þeim hópi segjast 23,4 prósent styðja flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur hins vegar mests fylgis í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára, en 20,6 prósent fólks á því aldursbili segist styðja flokkinn.

Þegar horft er til heimilistekna nýtur Sjálfstæðisflokkurinn afgerandi mests stuðnings hjá þeim sem hæstar tekjur hafa, 1.200 þúsund eða hærri. Alls segjast 28,3 prósent aðspurðra styðja flokkinn. Samfylkingin kemur næst og nýtur stuðnings 18,1 prósents þeirra svarenda þar sem heimilitekjur eru hærri en 1.200 þúsund. Samfylkingin nýtur hins vegar afgerandi mests stuðnings fólks sem hefur hærri millitekjur, það er þar sem heimilistekjur eru á bilinu 1 til 1,2 milljónir króna. Af þeim segjast 27,8 prósent styðja flokkinn. Hlutfall stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins sem eru á sama tekjubili er 20 prósent.

Sé horft til þeirra sem lægstar tekjurnar hafa, heimilistekjur undir 400 þúsund krónum, dreifist fylgi þeirra víða. Fylgi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Pírata og Flokks fólksins meðal fólks sem hafa lægstar tekjurnar mælist um 15 prósent hjá öllum flokkunum. Þá styðja tæp þrettán prósent Samfylkinguna og svipað hlutfall Sósíalistaflokkinn. Athygli vekur að Vinstri græn, flokkur sem sjálfur skilgreinir sig sem rótttækan vinstri flokk sem leggi höfuðáherslu á jöfnuð og félagslegt réttlæti, nýtur aðeins stuðnings 5,3 prósenta fólks sem lægstar hefur tekjurnar. Aðeins Viðreisn nýtur minna fylgis þess hóps, 3,8 prósenta.

Könnun Maskínu var gerð dagana 4. til 22. nóvember og tóku 2.483 svarendur afstöðu til flokks.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár