Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Eftirlitsnefnd gagnrýnir lögreglu: Verklagsreglum verði breytt

Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu gagn­rýn­ir lög­reglu fyr­ir að tefla Sig­ur­laugu Hreins­dótt­ur fram á blaða­manna­fundi lög­reglu á með­an dótt­ur henn­ar var leit­að ár­ið 2017. Hálfu ári eft­ir ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar, þar sem beint er tvenn­um til­mæl­um til Rík­is­lög­reglu­stjóra um end­ur­skoð­un verklags­reglna, hafði rík­is­lög­reglu­stjóri enn ekki kynnt sér ákvörð­un­ina. „Sjokk­er­andi“ seg­ir Sig­ur­laug.

Eftirlitsnefnd gagnrýnir lögreglu: Verklagsreglum verði breytt

Í forsíðuviðtali Stundarinnar sem kom út í morgun segir Sigurlaug Hreinsdóttir frá því hvers vegna hún ákvað að kvarta til sérstakrar eftirlitsnefndar undan störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og samskiptum lögreglu við hana, í tengslum við hvarf og andlát dóttur Sigurlaugar í ársbyrjun 2017. 

Sigurlaug taldi margt í störfum lögreglu í málinu aðfinnsluvert og ekki síst varðandi samskipti lögreglu við aðstandendur dóttur hennar annars vegar og fjölmiðla hins vegar. Sigurlaug lýsti því hvernig henni hafi þótt skorta á að lögregla brygðist nógu snemma við og hæfi leit að dóttur hennar. Hún hafi upplifað ónærgætni í samskiptum við lögreglu og sárnað yfirlýsingar lögreglu í fjölmiðlum.  

Nefnd um eftirlit með lögreglu tók málið fyrir í byrjun árs og komst að niðurstöðu þann 31. maí síðastliðinn. Nefndin sagði þar að jafnvel þótt hún telji að lögregla hafi ffarið eftir gildandi verklagsreglum, og strax sinnt tilkynningu um hvarf dóttur Sigurlaugar, séu verklagreglurnar bæði gamlar og annmörkum háðar. 

Þær taki hvorki tillit til tækniframfara né heldur séu í þeim neinar leiðbeiningar um hvernig haga skuli samskiptum við aðstandendur þeirra sem taldir eru týndir. Þá telur nefndin aðfinnsluvert að Sigurlaugu hafi verið stillt upp til viðtals á blaðamannafundi lögreglu á fyrstu dögum leitarinnar að dóttur hennar, og látin svara spurningum fjölmiðla; sem sumar hverjar hafi reynst henni þungbærar og erfiðar.

Sú staðreynd að Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknarinnar á hvarfi og andláti dóttur Sigurlaugar, hafi í svari til nefndarinnar beðið Sigurlaugu afsökunar á framgöngu sinni í fjölmiðlum og að hafa ekki sýnt henni nægilega nærgætni, varð til þess að nefndin taldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna kvörtunar um þann þátt málsins. 

Reglum breytt og fjölmiðlasamskipti metin

Meginniðurstaða í ákvörðun eftirlitsnefndarinar er sú að endurskoða þurfi verklagsreglur um leit að týndu fólki, sem gilt hafa frá árinu 2004, einkum og sér í lagi þann hluta sem snúi að handleiðslu við aðstandendur í alvarlegri málum.

AðfinnsluvertSú ákvörðun lögreglu að tefla Sigurlaugu Hreinsdóttur fram til viðtals á blaðamannafundi er af nefnd um eftirlit með lögreglu sögð aðfinnsluverð, enda þótt Sigurlaug hafi samþykkt að taka þátt.

Eins þurfi að meta hvort samskipti lögreglu við fjölmiðla hafi verið með eðlilegum hætti og hvort lögreglan hafi átt að setja ákveðin mörk með tilliti til hagsmuna aðstandenda Birnu og eins rannsóknarhagsmuna. Eins er því velt upp í ákvörðuninni hvort taka ætti til skoðunar túlkun á einni grein í siðareglum lögreglumanna, þó ekki séu um það bein tilmæli eða fyrirmæli af hálfu nefndarinnar.

Ríkislögreglustjóri meti eigin verk

Í báðum þeim atriðum sem fjallað er um í niðurstöðum ákvörðunarinnar er tilmælum beint til ríkislögreglustjóra. Þar situr nú Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem á þeim tíma sem til skoðunar var af nefndinni, var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Yfirmaður þess embættis sem kvörtun Sigurlaugar beindist að og beinn aðili að málinu.

Ekki er að sjá að nefndin geri ráð fyrir því að með því að fela ríkislögreglustjóra að breyta reglum eða leggjast í skoðun á samskiptum hennar sjálfra og undirmanna hennar við fjölmiðla, felist mögulega einhverjir hagsmunaárekstrar. Enda virðist ekki hafa reynt á það ennþá, þar sem vinna við hvort tveggja er ekki hafin nú hálfu ári seinna.

Vissi ekki af tilmælum eftirlitsnefndarSigríður Björk er í þeirri stöðu að vera ríkislögreglustjóri sem á nú að leggja mat á verk lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á meðan hún sjálf gegndi embættinu. Til þess hefur þó ekki enn komið þar sem hálfs árs gömul ákvörðun nefndar um störf lögreglu, hafði að því er virðist fallið milli stafs og hurðar hjá embættinu.

Ríkislögreglustjóri virðist einhverra hluta vegna ekki hafa fengið ákvörðunina á sitt borð, jafnvel þó embættinu hafi borist hún í byrjun júní. Þetta kom í ljós þegar Stundin hugðist leita viðbragða við ákvörðun nefndarinnar hjá ríkislögreglustjóra í gær og hvernig brugðist hefði verið við tilmælum nefndarinnar. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafði hins vegar ekki séð álitið þegar Stundin ræddi við hana í gær. Í ljós kom að erindið hefði borist embættinu í sumarbyrjun, á meðan ríkislögreglustjóri var í sumarfríi og einhverra hluta vegna farist fyrir að kynna henni efni þess. Sigríður Björk kvaðst því ætla að kynna sér ákvörðunina áður en hún tjáði sig frekar um málið.

Til hvers er þá nefndin?

„Mér finnst mjög sjokkerandi að heyra að ríkislögreglustjóri opni ekki tölvupóst frá nefnd um eftirlit með lögreglu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir í samtali við Stundina og kvaðst vera vonsvikinn að heyra að svo virtist sem ekkert væri farið að gera með tilmæli nefndarinnar í kjölfar kvörtunar hennar. 

„Til hvers er þessi nefnd ef það liggja frá henni ákvarðanir í póstum óopnaðir hjá æðstu stofnunum? Nefndin er eini farvegur borgara sem hafa orðið fyrir skaða af völdum lögreglu til að leggja inn kvörtun og þess vegna mjög alvarlegt ef nefndin getur sent frá sér ákvörðun sem inniheldur tilmæli, til viðeigandi stofnana án þess að hafa hugmynd um hvort tölvupósturinn sé opnaður og lesinn,“ sagði Sigurlaug í samtali við Stundina í gær.

Ítarlegt viðtal við Sigurlaugu Hreinsdóttur birtist í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag. Viðtalið er aðgengilegt áskrifendum hér: „Ég get ekki lifað við þessa lygi“ og verður birt  á vef Stundarinnar á morgun, laugardag.


Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár