Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Dregur úr vantrausti á Bjarna og Áslaugu Örnu

Flest­ir treysta Ásmundi Ein­ari Daða­syni af ráð­herr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar sam­kvæmt nýrri könn­un, sem er líka sá ráð­herra sem fæst­ir vantreysta. Traust til Lilju Al­freðs­dótt­ur hríð­fell­ur og mun fleiri vantreysta henni nú en í apríl.

Dregur úr vantrausti á Bjarna og Áslaugu Örnu
Flestir treysta Ásmundi Ásmundur Einar nýtur mests trausts landsmanna miðað við skoðanakönnun Maskínu. Þá vantreysta áberandi fæstir honum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Flestir landsmenn treysta Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálráðherra, af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis bera fæstir vantraust í hans garð. Minnst traust bera landsmenn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunnar rannsóknafyrirtækisins Maskínu á trausti til ráðherra ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt könnuninni ber Ásmundur Einar höfuð og herðar yfir samráðherra sína. Er það einkum vegna þess hversu fáir vantreysta Ásmundi en aðeins 26,4 prósent aðspurðra bera lítið traust til hans á meðan að 46,3 prósent bera mikið traust til Ásmundar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er sá ráðherra sem nýtur næstmests trausts en 43,2 prósent aðspurðra bera mikið traust til hennar. Hins vegar segjast 37 prósent þátttakenda bera lítið traust til forsætisráðherrans. Fjórum ráðherrum vantreystir almenningur síður en Katrínu, en ráðherrarnir eru tólf talsins.

Í næstu sætum yfir þá ráðherra sem mest traust er borið til eru þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, í þessari röð. Þau eru sömuleiðis í sætum tvö til fjögur yfir þá ráðherra sem landsmenn bera minnst vantraust til.

Þó Bjarni Benediktsson sé sá ráðherra sem flestir vantreysta, alls 61,5 prósent aðspurðra, er hann þó ekki neðstur á listanum yfir þá ráðherra sem fólk ber mikið traust til. Alls segjast 23,2 prósent þeirra sem tóku þátt í könnunin bera mikið traust til Bjarna. Fæstir bera hins vegar mikið traust til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, eða 18,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku. Þá sögðust 50,5 prósent bera lítið traust til Lilju, sem setur hana í þriðja sæti yfir þá ráðherra sem fólk vantreysta helst, á eftir Bjarna og Jóni Gunnarssyni.

Traust vex á öllum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins

Nokkrar breytingar hafa orðið á trausti til ráðherra miðað við síðustu mælingu Maskínu sem var framkvæmd í apríl síðastliðnum. Ber þá helst að nefna að þeir sem svara því til að þeir beri mikið traust til Lilju voru þá 33 prósent en eru tæp 19 prósent nú, sem fyrr segir. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur líka misst traust fólks en í apríl sögðu 31 prósent aðspurðra að þeir bæru til hennar mikið traust. Það hlutfall er 22 prósent nú.

Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa aukið við sig hlutfall þeirra sem treysta þeim vel á meðan að traustið hefur dalað í garð ráðherra Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Fimm prósentustigum fleiri segjast nú treysta Bjarna Benediktssyni vel, sem dæmi, og níu prósentustigum fleiri bera nú mikið traust til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, heldur en í apríl síðastliðnum.

Þegar horft er á muninn á þeim sem svara því til að þeir beri lítið traust til ráðherra milli kannanna tveggja má sjá að þeim fækkar um níu prósentustig sem bera lítið traust til Bjarna og um átta prósentustig sem bera lítið traust til Áslaugar Örnu. Hins vegar fjölgar þeim um 16 prósentustig sem bera lítið traust til Lilju, um tíu prósentustig sem bera lítið traust til Svandísar og um átta prósentustig sem bera lítið traust til Ásmundar Einars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár