Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Dregur úr vantrausti á Bjarna og Áslaugu Örnu

Flest­ir treysta Ásmundi Ein­ari Daða­syni af ráð­herr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar sam­kvæmt nýrri könn­un, sem er líka sá ráð­herra sem fæst­ir vantreysta. Traust til Lilju Al­freðs­dótt­ur hríð­fell­ur og mun fleiri vantreysta henni nú en í apríl.

Dregur úr vantrausti á Bjarna og Áslaugu Örnu
Flestir treysta Ásmundi Ásmundur Einar nýtur mests trausts landsmanna miðað við skoðanakönnun Maskínu. Þá vantreysta áberandi fæstir honum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Flestir landsmenn treysta Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálráðherra, af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis bera fæstir vantraust í hans garð. Minnst traust bera landsmenn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunnar rannsóknafyrirtækisins Maskínu á trausti til ráðherra ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt könnuninni ber Ásmundur Einar höfuð og herðar yfir samráðherra sína. Er það einkum vegna þess hversu fáir vantreysta Ásmundi en aðeins 26,4 prósent aðspurðra bera lítið traust til hans á meðan að 46,3 prósent bera mikið traust til Ásmundar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er sá ráðherra sem nýtur næstmests trausts en 43,2 prósent aðspurðra bera mikið traust til hennar. Hins vegar segjast 37 prósent þátttakenda bera lítið traust til forsætisráðherrans. Fjórum ráðherrum vantreystir almenningur síður en Katrínu, en ráðherrarnir eru tólf talsins.

Í næstu sætum yfir þá ráðherra sem mest traust er borið til eru þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, í þessari röð. Þau eru sömuleiðis í sætum tvö til fjögur yfir þá ráðherra sem landsmenn bera minnst vantraust til.

Þó Bjarni Benediktsson sé sá ráðherra sem flestir vantreysta, alls 61,5 prósent aðspurðra, er hann þó ekki neðstur á listanum yfir þá ráðherra sem fólk ber mikið traust til. Alls segjast 23,2 prósent þeirra sem tóku þátt í könnunin bera mikið traust til Bjarna. Fæstir bera hins vegar mikið traust til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, eða 18,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku. Þá sögðust 50,5 prósent bera lítið traust til Lilju, sem setur hana í þriðja sæti yfir þá ráðherra sem fólk vantreysta helst, á eftir Bjarna og Jóni Gunnarssyni.

Traust vex á öllum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins

Nokkrar breytingar hafa orðið á trausti til ráðherra miðað við síðustu mælingu Maskínu sem var framkvæmd í apríl síðastliðnum. Ber þá helst að nefna að þeir sem svara því til að þeir beri mikið traust til Lilju voru þá 33 prósent en eru tæp 19 prósent nú, sem fyrr segir. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur líka misst traust fólks en í apríl sögðu 31 prósent aðspurðra að þeir bæru til hennar mikið traust. Það hlutfall er 22 prósent nú.

Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa aukið við sig hlutfall þeirra sem treysta þeim vel á meðan að traustið hefur dalað í garð ráðherra Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Fimm prósentustigum fleiri segjast nú treysta Bjarna Benediktssyni vel, sem dæmi, og níu prósentustigum fleiri bera nú mikið traust til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, heldur en í apríl síðastliðnum.

Þegar horft er á muninn á þeim sem svara því til að þeir beri lítið traust til ráðherra milli kannanna tveggja má sjá að þeim fækkar um níu prósentustig sem bera lítið traust til Bjarna og um átta prósentustig sem bera lítið traust til Áslaugar Örnu. Hins vegar fjölgar þeim um 16 prósentustig sem bera lítið traust til Lilju, um tíu prósentustig sem bera lítið traust til Svandísar og um átta prósentustig sem bera lítið traust til Ásmundar Einars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
1
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár