Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Dregur úr vantrausti á Bjarna og Áslaugu Örnu

Flest­ir treysta Ásmundi Ein­ari Daða­syni af ráð­herr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar sam­kvæmt nýrri könn­un, sem er líka sá ráð­herra sem fæst­ir vantreysta. Traust til Lilju Al­freðs­dótt­ur hríð­fell­ur og mun fleiri vantreysta henni nú en í apríl.

Dregur úr vantrausti á Bjarna og Áslaugu Örnu
Flestir treysta Ásmundi Ásmundur Einar nýtur mests trausts landsmanna miðað við skoðanakönnun Maskínu. Þá vantreysta áberandi fæstir honum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Flestir landsmenn treysta Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálráðherra, af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis bera fæstir vantraust í hans garð. Minnst traust bera landsmenn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunnar rannsóknafyrirtækisins Maskínu á trausti til ráðherra ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt könnuninni ber Ásmundur Einar höfuð og herðar yfir samráðherra sína. Er það einkum vegna þess hversu fáir vantreysta Ásmundi en aðeins 26,4 prósent aðspurðra bera lítið traust til hans á meðan að 46,3 prósent bera mikið traust til Ásmundar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er sá ráðherra sem nýtur næstmests trausts en 43,2 prósent aðspurðra bera mikið traust til hennar. Hins vegar segjast 37 prósent þátttakenda bera lítið traust til forsætisráðherrans. Fjórum ráðherrum vantreystir almenningur síður en Katrínu, en ráðherrarnir eru tólf talsins.

Í næstu sætum yfir þá ráðherra sem mest traust er borið til eru þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, í þessari röð. Þau eru sömuleiðis í sætum tvö til fjögur yfir þá ráðherra sem landsmenn bera minnst vantraust til.

Þó Bjarni Benediktsson sé sá ráðherra sem flestir vantreysta, alls 61,5 prósent aðspurðra, er hann þó ekki neðstur á listanum yfir þá ráðherra sem fólk ber mikið traust til. Alls segjast 23,2 prósent þeirra sem tóku þátt í könnunin bera mikið traust til Bjarna. Fæstir bera hins vegar mikið traust til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, eða 18,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku. Þá sögðust 50,5 prósent bera lítið traust til Lilju, sem setur hana í þriðja sæti yfir þá ráðherra sem fólk vantreysta helst, á eftir Bjarna og Jóni Gunnarssyni.

Traust vex á öllum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins

Nokkrar breytingar hafa orðið á trausti til ráðherra miðað við síðustu mælingu Maskínu sem var framkvæmd í apríl síðastliðnum. Ber þá helst að nefna að þeir sem svara því til að þeir beri mikið traust til Lilju voru þá 33 prósent en eru tæp 19 prósent nú, sem fyrr segir. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur líka misst traust fólks en í apríl sögðu 31 prósent aðspurðra að þeir bæru til hennar mikið traust. Það hlutfall er 22 prósent nú.

Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa aukið við sig hlutfall þeirra sem treysta þeim vel á meðan að traustið hefur dalað í garð ráðherra Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Fimm prósentustigum fleiri segjast nú treysta Bjarna Benediktssyni vel, sem dæmi, og níu prósentustigum fleiri bera nú mikið traust til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, heldur en í apríl síðastliðnum.

Þegar horft er á muninn á þeim sem svara því til að þeir beri lítið traust til ráðherra milli kannanna tveggja má sjá að þeim fækkar um níu prósentustig sem bera lítið traust til Bjarna og um átta prósentustig sem bera lítið traust til Áslaugar Örnu. Hins vegar fjölgar þeim um 16 prósentustig sem bera lítið traust til Lilju, um tíu prósentustig sem bera lítið traust til Svandísar og um átta prósentustig sem bera lítið traust til Ásmundar Einars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár