Það er eitthvað kunnuglegt við aðalpersónu og sögumann nýjustu skáldsögu Sigríðar Hagalín, háskólakennarann Eyjólf Úlfsson. Líkt og ótal kollegar hans í skáldsögum og bíómyndum er hann miðaldra karl sem er kominn í kreppu. Hann er nýlega skilinn við eiginkonu sína og búinn að brenna flestar brýr að baki sér í hinum akademíska heimi. Eftir að fjöldi kvenna hefur stigið fram og ásakað hann um ósæmilega hegðun í starfi er hann sendur í útlegð vestur í Dali; þar er honum ætlað að bíða af sér storminn og sýsla við það að koma skikki á byggðasafn héraðsins.
Þegar Eyjólfur er kominn vestur tekur sagan stefnu sem líka er nokkuð kunnugleg: hann finnur gömul handrit í einni af kistum safnsins. Kisturnar reynast vera alls þrjár og sú saga sem þar er að finna er riddarasagan sem vísað er til í undirtitli sögunnar. Handritin í kistunni reynast geyma frásögn frá fimmtándu öld. Sá sem …
Athugasemdir (2)