Því var almennt tekið af ánægju þegar tilkynnt var nú í haust að franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlyti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2022. Ernaux (f. 1940) nýtur enda virðingar fyrir verk sín sem dansa á mörkum skáldskapar og ævisagna en einstakt lag hennar á að vinna með hið persónulega minni var einmitt tiltekið í rökstuðningi dómnefndar. Í bókinni Staðurinn, sem kom út á íslensku síðastliðið vor í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur og var nýverið endurprentuð, kristallast öll sterkustu höfundareinkenni Ernaux. Þessi stutta en innihaldsríka saga sem fyrst kom út á frummálinu 1983 er byggð á lífshlaupi föður höfundar og hverfist auk þess um tengsl föður og dóttur. Einkar fínlegum dráttum dregur Ernaux upp mynd af hæglátum manni og feðginasambandi sem gliðnar um leið og kynslóða- og stéttabilið eykst.
Konan sem segir okkur söguna er meðvituð um eigið hlutverk og glímuna við að koma slíkri frásögn til skila, þá list að staðsetja sig …
Athugasemdir