Bókin Stjörnurnar í NBA er stutt lýsing á ferli 56 framúrskarandi leikmanna NBA, eins og nafnið gefur til kynna. Fyrri hlutinn, „Stjörnurnar“, fjallar um núverandi leikmenn og seinni hlutinn, „Kempurnar“, fjallar um fyrverandi leikmenn. Höfundur bókarinnar er Kjartan Atli Kjartansson. fæddur 1984, hæð: 191, staða: lítill framherji. Hann hefur nælt sér í 3 titla; 2 sem leikmaður og 1 sem þjálfari.
Hann fjallar um körfubolta í sjónvarpi og útvarpi og það er fátt sem hann veit ekki um íþróttina. Mér finnst valið á leikmönnunum mjög gott og dettur enginn framúrskarandi leikmaður í hug sem hann gleymdi. Það er líka flott að öllum lýsingum fylgir mynd af leikmanninum og að hann setur stöðu, hæð, fæðingardag og lið í hornið á myndinni. Um marga leikmenn er talað, bæði um þá sem persónu, körfuboltamenn og líka um bakgrunn þeirra sem mér finnst skemmtilegt, en hjá sumum er einungis talað um getu þeirra sem …
Athugasemdir