Við sem ólumst upp börn við afstraktið á veggjum heimila foreldra, vina og vandamanna þekktum þá ekki til þess umróts sem innrás afstraktsins olli í hugmynda- og listalífi á landinu: seinna komin á unglingsár fann maður fyrir viðlíka hneykslun þegar súmmarar skóku borgaralegan listheiminn. Afstraktið var manni í upphafi rof, gat í myndheiminn sem við blasti, litafletir sem ekki var ráðið í hlutlægt, hús? gata, hvað? Og í setum undir þessum nýstárlegu verkum voru mynstruð efni í áklæðum og saumaskap sem byggðu á sömu sköpunarþörf, litflötum í einvíðu rými sem þóttu ekki tiltökumál.
Nú er út komin bók hjá Veröld fyrir atbeina eldhugans Knúts Bruun um afstraktið á árabilinu 1950 til 1960 og er tvítyngd, á ensku og íslensku. Verkið er í stóru broti, 24 x 29,5, 272 síður, en 266 með texta, prentað í Litáen, ríkulega myndskreytt af verkum frá tímabilinu, líklega stærsta safn á prenti af slíkum myndverkum. …
Athugasemdir