Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Abstrakt geometría

Nýja bók­in um af­strakt­ið er tæki­færi til að ná í skott­ið á tíma sem er lið­inn og þannig feta okk­ur áfram til okk­ar daga og ráða í þá, pæla. ... Bók­in er mik­il­vægt fram­lag til sögu sem ekki sér fyr­ir end­ann á. Út­gáfa henn­ar er sam­tím­is yf­ir­lits­sýn­ingu í Gerð­arsafni um tíma­bil­ið svo al­menn­ing­ur get­ur glatt sig við að líta þessa dýrð, skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son.

Bók

Abstrakt geometría á Ís­landi 1950–1960

Höfundur Ýmsir
Veröld
Gefðu umsögn

Við sem ólumst upp börn við afstraktið á veggjum heimila foreldra, vina og vandamanna þekktum þá ekki til þess umróts sem innrás afstraktsins olli í hugmynda- og listalífi á landinu: seinna komin á unglingsár fann maður fyrir viðlíka hneykslun þegar súmmarar skóku borgaralegan listheiminn. Afstraktið var manni í upphafi rof, gat í myndheiminn sem við blasti, litafletir sem ekki var ráðið í hlutlægt, hús? gata, hvað? Og í setum undir þessum nýstárlegu verkum voru mynstruð efni í áklæðum og saumaskap sem byggðu á sömu sköpunarþörf, litflötum í einvíðu rými sem þóttu ekki tiltökumál.

Nú er út komin bók hjá Veröld fyrir atbeina eldhugans Knúts Bruun um afstraktið á árabilinu 1950 til 1960 og er tvítyngd, á ensku og íslensku. Verkið er í stóru broti, 24 x 29,5, 272 síður, en 266 með texta, prentað í Litáen, ríkulega myndskreytt af verkum frá tímabilinu, líklega stærsta safn á prenti af slíkum myndverkum. …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár