„Er það þessi kastali?“ spurði tæplega fimm ára gömul dóttir mín, Steinunn Ragna, þegar við stoppuðum við gamla íbúðarhúsið á Arngerðareyri í Ísafirði í lok júlí árið 2022. „Kastalinn“ birtist allt í einu niðri við sjóinn þegar keyrt er inn í faðm Ísafjarðardjúpsins eftir að vegfarandinn hefur farið yfir Steingrímsfjarðarheiði.
Dóttir mín hafði aldrei séð þetta hús áður, hvorki í eigin persónu né á mynd. Fyrsta orðið sem kom upp í huga hennar var þetta: kastali, eins og í ævintýrunum. Við ákváðum að kíkja á húsið af því amma mín og nafna dóttur minnar, Ragna Halldórsdóttir, var dóttir hjónanna sem bjuggu í því um miðbik síðustu aldar.
Glæsilegt hús byggt rétt fyrir kreppu
Þetta er steinsteypt …
Sigvalda Kaldalóns flygilinn, þar voru líka þrír aðrir bændur úr sókninni með í för.
Bara af því að þau (skítseyðin), komust upp með það.