Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Stjórnmálamenn eigi ekki að reyna að tryggja öllum sömu stöðu

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, vill ekki að stjórn­mála­menn reyni að tryggja öll­um ná­kvæm­lega sömu stöðu í líf­inu. Hann gagn­rýn­ir vinstri­menn fyr­ir að vilja „stoppa þá sem eru að skara fram úr“.

Stjórnmálamenn eigi ekki að reyna að tryggja öllum sömu stöðu
Kemur ekki til greina Bjarni sagði stefnu vinstrimanna snúast um að stoppa þá sem skara fram úr og taka af þeim til að gefa hinum. Það væri ekki hans pólitík. Mynd: Pressphotos

Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að tryggja jafna stöðu fólks í samfélaginu. Þetta sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Hann lagði út af orðum Bjarna í ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi, þar sem hann sagði flokkinn hafa byggt upp stéttlaust samfélag, og spurði ráðherrann út í stéttskiptingu í samfélaginu.

Spurningin var í þremur liðum: „Númer eitt: Telur ráðherrann að öryrkinn og stórútgerðarmaðurinn tilheyri sömu stétt? Og númer tvö: Fæðist barn öryrkjans inn í sömu stétt og barn útgerðarmannsins? Trúir hæstv. fjármálaráðherra því að þessi börn fái sömu tækifæri og tilheyri sömu stétt?“

Stéttlaust samfélag?Jóhann Páll spurði Bjarna út í stéttlausa samfélagið sem ráðherrann sagði flokk sinn hafa byggt upp.

Og ekki stóð á svari.

Ég kem hingað upp til að gleðja háttvirtan þingmann með því að segja að þetta fólk er ekki í sömu …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Sigurlaugsson skrifaði
    Stéttlaust samfélag er ekki til hér á landi frekar en annars staðar. Ég vil sem Sjálfstæðismaður tryggja að stétt vinni með stétt þ.e. að vði getum lifað öll sómasamlegu lífi þótt við fæðumst ekki inn í ríkara mann/kvenna stétt og eigum að reyna að lyft þeim upp sem eru í slæmri stöðu.Mér er alveg sama hvað einhverjar samanburðartölur við Evrópu segja, hér á landi þekki ég betur en margir hvernig aðstæður margt eldra fólk og öryrkjar hafa það og það er ekki flókið að laga stöðu þessa hóps sem telur ekki mörg þúsund manns. Skrifa hér bæði sem formaður velferðarnefndar og fyrrverandi formaður Sjálfsbjargarheimilisins.

    Við eigum að sjá sóma okkar í að styðja betur við öryrkja og ekki skera desemberuppbót þeirra niður um helming frá fyrra ári heldur hafa hann a.m.k. óbreyttan frá því í fyrra. Þessi hópur nýtur ekki þessara launahækkana sem starfsfólk hefur notið og er margt í mjög dýru húsnæði með hækkandi vexti.

    Stétt með stétt er kjörorð Sjálfstæðisflokksins og staðfesting á því að við lifum ekki í einnar stéttar samfélagi. Við eigum einnig að horfa til allra stærða fyrirtækja og horfast í augu við að um þriðjungur starfsfólks starfar í fyrirtækjum með færri ein 10 starfsmenn. Sá hópur á alls ekki alltaf samleið með kjarabaráttu SA og þá er ég ekki að gera lítið úr SA og óþarfi fyrir samökin að fara í einhverja neikvæðini þótt skipst sé á skoðunum um þetta.
    .
    0
  • I
    Ilmu skrifaði
    Ég er lifandi mótdæmi um málflutning bjarna: uppreisn.is.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það er skondið að heyra þetta hjá Bjarna. Eina sem að lætur Bjarna standa framar en aðrir það er sú tilviljun að hann fæddist til auðs og áhrifa. Ef að fjölskyldu silfrið væri tekið þá hyrfu áhrifin og eftir stæði maður sem skarar ekki framúr á neinu sviði. Ef að verðleikar væru skoðaðir þá er viðskipta saga Bjarna nærtækust og við nánari skoðun þá er hún ekkert sérstaklega beysin og bendir frekar til þess að hann sé heldur í slöku meðallagi. Semsagt þegar aðstöðumunur er fjarlægður þá stendur eftir áhættusækinn gamblari með dómgreind í slöku meðallagi. Mér dettur í hug setning í nýlegri bók sem heitir Rauð rúllettu og fjallar um Kína. Þar er sagt um Xi Jingping í óbeinni tilvitnun. "Hann er algerlega hæfileikalaus maður en hann kann eitt og það er valdaleikurinn" kannski á það við um fleiri.
    3
    • ÖI
      Örn Ingólfsson skrifaði
      Það var víst gott að hafa fólk til að skeina börnin þá, því ekki mátti óhreinka hendurnar á skítnum!
      0
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Það er ekki að skara frammúr að vera duglegur að skara eld að eigin köku. Þó Bjarni sé mikill skörungur og sölsari, þá held ég að annarskonar stjórnvöld væru betri en þau sem við höfum núna.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár