Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að tryggja jafna stöðu fólks í samfélaginu. Þetta sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Hann lagði út af orðum Bjarna í ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi, þar sem hann sagði flokkinn hafa byggt upp stéttlaust samfélag, og spurði ráðherrann út í stéttskiptingu í samfélaginu.
Spurningin var í þremur liðum: „Númer eitt: Telur ráðherrann að öryrkinn og stórútgerðarmaðurinn tilheyri sömu stétt? Og númer tvö: Fæðist barn öryrkjans inn í sömu stétt og barn útgerðarmannsins? Trúir hæstv. fjármálaráðherra því að þessi börn fái sömu tækifæri og tilheyri sömu stétt?“

Og ekki stóð á svari.
„Ég kem hingað upp til að gleðja háttvirtan þingmann með því að segja að þetta fólk er ekki í sömu …
Við eigum að sjá sóma okkar í að styðja betur við öryrkja og ekki skera desemberuppbót þeirra niður um helming frá fyrra ári heldur hafa hann a.m.k. óbreyttan frá því í fyrra. Þessi hópur nýtur ekki þessara launahækkana sem starfsfólk hefur notið og er margt í mjög dýru húsnæði með hækkandi vexti.
Stétt með stétt er kjörorð Sjálfstæðisflokksins og staðfesting á því að við lifum ekki í einnar stéttar samfélagi. Við eigum einnig að horfa til allra stærða fyrirtækja og horfast í augu við að um þriðjungur starfsfólks starfar í fyrirtækjum með færri ein 10 starfsmenn. Sá hópur á alls ekki alltaf samleið með kjarabaráttu SA og þá er ég ekki að gera lítið úr SA og óþarfi fyrir samökin að fara í einhverja neikvæðini þótt skipst sé á skoðunum um þetta.
.