Ömurlegt var og já, raunar beinlínis viðbjóðslegt að horfa á og lesa lýsingar á brottvísun fólksins frá Íslandi hér á dögunum. Meðferðin á fatlaða piltinum var eitt en síst var skárra hvernig lögreglan sat fyrir systrum hans nýkomnum úr skólanum þar sem þær hafa lagt hart að sér í hálft annað ár, meðal annars við að læra íslensku í trúfastri von um að hér fengju þær að búa með fjölskyldu sinni.
Og í því sambandi skal áréttað að ástæða þess að systkinin eru á flótta frá heimalandi sínu Írak er sú að þar er allt í upplausn eftir innrás Bandaríkjanna fyrir 19 árum, innrás sem íslensk stjórnvöld studdu með ráðum og dáð svo Íslendingar voru kallaðir ein „hinna viljugu þjóða“.
Hundrað-og-ellefta meðferð
Þá voru það Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson sem settu okkur á þann lista á upplognum forsendum. Nú eru það arftakar þeirra, Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi og Katrín …
Og það er verulegt umhugsunar efni.
Mér er alveg sama hvort þeir lærðu þetta í þjófa-skóla Napolí eða á námskeiði hjá Rebublikanafloknum, það er all sami líðurinn. Núna ættu haustnámskeiðinn þar að vera lokið og við fáum nýa kynslóð af Hröppum og svikunum.
Þegar ég útskýri Ísland fyrir erlendu fólki, þá segi ég þeim að þeir séu aldrei rændir á götu, bara á viðskifta tíma.