Sverrir Norland
Ég styðst eiginlega við sömu reglu, sama hvað ég er að fást við (og þetta gildir ekki síst í skrifunum): „Lögmálið um lágmarksfyrirhöfn.“ Það þýðir, í einföldu máli, að maður getur hlutina. Ef þú færð hugmynd, þá geturðu unnið úr henni. Gerðu það með þínu lagi, hafðu gaman af því – og ekki rembast. Skrifaðu bara. Slökktu á niðurrifsröddunum, bæði þeim sem koma að utan og innan. Reyndu eins lítið á þig og þú mögulega getur – eins mótsagnakennt og það hljómar, þá opnar sú stilling fyrir flæði og framleiðslugleði. Og þú hlakkar til að halda áfram daginn eftir ... Og verður smám saman betri og betri og betri. Og verkin fleiri og fjölbreyttari.
Annað væri, sértækara: Góð sagnalist snýst, að mínu viti, að stóru leyti um að vekja væntingar meðal lesenda – og bregðast þeim svo ekki. Ef sagan hefst á orðunum: „Öll hamingjusöm …
Athugasemdir