Guðlaugur Þór Þórðarson segir að hann sé ósammála þeim hugmyndum sem miðstjórn Bjarna Benediktssonar hefur lagt fram fyrir komandi landsfund Sjálfstæðisflokksins um breytingar á skipulagsreglum flokksins. Eitt sem hann nefnir er að hann sé ósammála því að hætta eigi að halda landsfund á tveggja ára fresti. Guðlaugur og Bjarni mætast í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins um komandi helgi og spyrja margir sig hvaða pólitíski munur sé á frambjóðendunum.
Guðlaugur segir um hinn pólitíska mun á sér og Bjarna: „Dæmi um ólíkar áherslur okkar má t.d. sjá í þeim breytingum á skipulagsreglum flokksins sem miðstjórn Bjarna Benediktssonar leggur nú fyrir landsfund. Í stuttu máli snúa þær breytingar að stærstum hluta að því að draga úr lýðræði og vægi grasrótarinnar í flokknum. Eitt dæmi um það er tillaga um að í stað þess að sjálfstæðismenn geti gengið að því vísu að landsfundur …
Athugasemdir (2)