Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Gagnrýnir Bjarna fyrir að draga úr lýðræði í Sjálfstæðisflokknum: „Ég leggst alfarið gegn þessum hugmyndum“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son svar­ar spurn­ing­um um hvaða mun­ur sé á hon­um mál­efna­lega og póli­tískt og Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni flokks­ins. Hann gagn­rýn­ir að Bjarni vilji færa vald­ið í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í aukn­um mæli til mið­stjórn­ar flokks­ins. Guð­laug­ur nefn­ir einnig upp­runa sinn og að all­ir eigi að geta kom­ist til met­orða í flokkn­um óháð ætt­erni.

Gagnrýnir Bjarna fyrir að draga úr lýðræði í Sjálfstæðisflokknum: „Ég leggst alfarið gegn þessum hugmyndum“
Útskýrir muninn á sér og Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson útskýrir muninn á sér og Bjarna Benediktssyni, bæði pólitískt og eins persónulega, en spurt hefur verið að því hvaða málefnalegi munur sé á þeim. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Guðlaugur Þór Þórðarson segir að hann sé ósammála þeim hugmyndum sem miðstjórn Bjarna Benediktssonar hefur lagt fram fyrir komandi landsfund Sjálfstæðisflokksins um breytingar á skipulagsreglum flokksins. Eitt sem hann nefnir er að hann sé ósammála því að hætta eigi að halda landsfund á tveggja ára fresti. Guðlaugur og Bjarni mætast í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins um komandi helgi og spyrja margir sig hvaða pólitíski munur sé á frambjóðendunum. 

Guðlaugur segir um hinn pólitíska mun á sér og Bjarna: „Dæmi um ólíkar áherslur okkar má t.d. sjá í þeim breytingum á skipulagsreglum flokksins sem miðstjórn Bjarna Benediktssonar leggur nú fyrir landsfund. Í stuttu máli snúa þær breytingar að stærstum hluta að því að draga úr lýðræði og vægi grasrótarinnar í flokknum. Eitt dæmi um það er tillaga um að í stað þess að sjálfstæðismenn geti gengið að því vísu að landsfundur …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hvorugum treystandi.
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Vellýgni Bjarni trúir ekki á lýðræði! Af tveimur döprum kostum, mæli ég með Guðlaugi Þór.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár