Nýlega bjó ég til lista af lögum, sem heitir Skvísur eru bestar. Eins og titillinn gefur í skyn eru einungis lög samin og flutt af konum á listanum. Frá því að listinn varð til hef ég hlustað á hann og bara hann eða réttara sagt, þær.
Ég er sek um að hafa í gegnum tíðina ekki hlustað nóg á þær, ég hef, ómeðvitað, hlustað mest á þá, karlkyns höfunda og flytjendur. Þeir hafa alltaf verið meira áberandi, sem dæmi hafa allir kærastar sem ég hef átt útskýrt fyrir mér að ég bara verði að hlusta á þá, snillingana. Einn snillingur kemur oft upp, Bob Dylan, og ég hlustaði í mörg ár og sagði við nýja kærasta: ég hlusta á Bob Dylan, hann er í uppáhaldi.
Ég hef líka hlustað á þætti um tónlist, um snillinga, til dæmis þáttinn Fílalag, þar sem tveir menn fjalla um tónlist og mestmegnis um tónlist …
Athugasemdir