Starfsmenn hljóðabókafyrirtækisins Storytel á Íslandi höfðu áður kvartað yfir háttsemi Stefáns Hjörleifssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, til móðurfélagsins í Stokkhólmi. Þetta gerðist meðal annars fyrir einu og hálfu ári síðan. Ein af þessum kvörtunum snerist ekki um meinta óviðeigandi háttsemi í kynferðismálum heldur um stjórnendastíl Stefáns.
Bréfaskipti starfsmanns fyrirtækisins og starfsmanns hjá Storytel í Svíþjóð áttu sér stað í mars á síðasta ári og var meðal annars rætt um stjórnendastíl Stefáns í þeim og spurt var að því af hverju starfsmannavelta hjá fyrirtækinu væri svo mikil. Umræddur starfsmaður, sem vinnur ekki lengur fyrir Storytel, vill ekki koma fram undir nafni að svo stöddu.
Storytel á Íslandi er í eigu sænska fyrirtækisins Storytel AB sem er alþjóðlegt hljóðbókafyrirtæki með starfsemi í mörgum löndum. Fyrirtækið hóf starfsemi hér á landi með látum árið 2018 og er tekjuhæsta bókafyrirtæki landsins. Fyrirtækið er bæði endursöluaðili á bókum annarra forlaga á hljóðbókaformi og gefur einnig út …
Athugasemdir