Stundum er talað um að sýna minnihlutahópum, eins og samkynhneigðum, innflytjendum eða transfólki, umburðarlyndi. En „við“ þurfum ekki að umbera „þau“. Þvert á móti skera þau sig frá „okkur“ í því að þurfa að umbera aðra, umbera mismeðvitaða fordóma staðalfólks.
Við nánari athugun þarf að skipta umburðarlyndi út fyrir þakklæti.
Það er ekki tilviljun að Vladimir Pútín valdi að ráðast með orðum á transfólk fyrir skemmstu þegar hann tilkynnti um innlimun á hluta Úkraínu sem hann hafði hertekið með drápum og eyðileggingu. Hann ávarpaði „alla ríkisborgara Rússlands“: „Viljum við hér, í okkar landi, í Rússlandi, foreldri númer eitt, númer tvö, númer þrjú, í staðinn fyrir mömmu og pabba? Eru þau orðin sturluð þarna úti?“
Hann sagði Vesturlönd láta börn undirgangast úrkynjun sem leiði til útrýmingar. „Að vera troðið inn í þau að það séu ýmis fleiri kyn en kona og karl og vera boðin kynskiptiaðgerð? Viljum við allt þetta fyrir …
Athugasemdir