Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kæra um heimilisofbeldi felld niður: Manninum vísað frá fæðingu í lögreglufylgd

„Það voru svo rosa­lega áber­andi áverk­ar á mér,“ seg­ir Ólafía Gerð­ur. Hún hafi ver­ið svo log­andi hrædd að þeg­ar lög­regla spurði hana um glóð­ar­auga hafi hún sagt að litla dótt­ir henn­ar hefði óvart skall­að hana. Gögn sýna að lög­regla fjar­lægði mann­inn af spít­al­an­um með­an Ólafía var að fæða dótt­ur þeirra og ör­ygg­is­vörð­ur vakt­aði sæng­ur­legu­deild­ina. Ólafía Gerð­ur kærði mann­inn fyr­ir heim­il­isof­beldi en mál­ið var lát­ið nið­ur falla.

Kæra um heimilisofbeldi felld niður: Manninum vísað frá fæðingu í lögreglufylgd
Ólafía Gerður lýsir því í Eigin konum að hún hafi haldið heimilisofbeldinu leyndu því hún hafi verið mjög hrædd og meðvirk. Hún segist enn vera hrædd við manninn og nefnir að hún eigi erfitt með að vera ein heima og fari ekki ein í verslanir ef hún komist hjá því. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Í fjögur ár bjó ég við andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi,“ skrifaði Ólafía Gerður  á Facebook í nóvember í fyrra en þá voru liðin tæp tvö ár frá því að sambandi hennar við manninn lauk.  Hún segir þar frá því að hún hafi kynnst manninum þegar hún var ný orðin 17 ára. Hún hafi verið með brotna sjálfsmynd og að hann hafi nýtt sér bágt ástand hennar. Maðurinn hafi frá upphafi sambandsins gert lítið úr henni, þvingað hana til að gera hluti sem hún vildi ekki og lagt á hana hendur. Eftir barsmíðarnar hafi hann lofað öllu fögru og kennt fíknivanda sínum um en hún segir að maðurinn hafi verið í mikilli fíkniefnaneyslu. Hún skrifar að hún hafi meðal annars viljað segja frá þessu opinberlega því að samfélagið sé uppfullt af gerendameðvirkni. „Vonandi hjálpar það einhverjum öðrum að átta sig á hlutunum og sækja sér hjálpar. Skömmin er ekki mín,“ …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðrún Fossdal skrifaði
    Elsku Ólafía Gerður gangi þér vel í framtíðinni þú ert sterk kona að hafa náð að koma þér frá þessum manni.
    0
  • Hafdís Hauksdóttir skrifaði
    þú átt alla mína samúð vinan og þú ert hugrökk að deila þinnu sögu🥰Gangi þér og dóttir þinni áfram sem allra bestí lífinu ❤️🙏❤️
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    JÆJA er þetta skrípi ekki bara maður ársin ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár